Baldur E. Fjeldsted lenti í hremmingum eftir að hann kom barni til bjargar á heimili sínu. IKEA-rammi var að detta á barnið en við björgunina lenti stórt glerbrot á rist Baldurs og tók í sundur slagæð. „Sprautaðist blóð um allt,“ segir Baldur í samtali við DV. Litlu munaði að liði yfir hann.
Baldur hrósar yfirvöldum: „Eftir eitt símtal stóð lögreglukona yfir mér og fljótlega bættust við fjórir sjúkraflutningamenn við, allt á innan við átta mínútum! „Skammarlegt að borga þessu fólki lá laun fyrir fórnfúsa vinnu.“ Segir Baldur að slysið hafi sýnt fram á mikilvgi þeirra. „Heiðrum þessar hetjur gefum þeim það sem þær á skilið.“