fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fókus

Sviptir hulunni af fjörtíu ára Star Wars ástarsambandi

Carrie Fisher og Harrison Ford áttu í ástarsambandi við tökur fyrstu myndarinnar

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2016 10:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Carrie Fisher, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Leia prinsessa í Star Wars-bálkinum, viðurkennir í nýútkominni ævisögu sinni að hún hafi átt í ástarsambandi við stórleikarann Harrison Ford á meðan tökum fyrstu Star Wars-myndarinnar: A New Hope stóð á áttunda áratuginum. Í bókinni, sem ber heitið Dagbókarritari prinsessu (e. The Princess Diarist) segir leikkonan: „„Þetta var svo ástríðufullt. Við vorum Han og Leia á virkum dögum en um helgar Carrie og Harrison.“ Tímaritið Peope greinir frá.

Ástarsambandið hófst árið 1976 þegar Carrie var 19 ára gömul en þá var Harrison 33 ára gamall, giftur tveggja barna faðir. Upphaf þess má rekja til þess að Harrison bauðst til þess að skutla Carrie á næturstað sinn þegar hún hafði fengið sér fullmikið í aðra tánna í afmæli leikstjórans Georg Lucas. Eitt leiddi af öðru og leikararnir enduðu með því að deila rúmi þá nótt.

Carrie Fisher og Harrison í hlutverkum sínum í Star Wars-bálkinum.
Leia og Han Carrie Fisher og Harrison í hlutverkum sínum í Star Wars-bálkinum.

Carrie segir í bók sinni að henni hafi fundist Harrison afar myndarlegur og minnist sambandsins með mikilli hlýju. „Ég var svo óreynd en ég treysti honum. Hann var svo blíður,“ segir hún. Þá segist hún hafa undrast það að jafnmikið „úrvals eintak af karlmanni“ skyldi hafa áhuga á henni.

Þá kemur fram að sambandinu hafi lokið um leið og slökkt var á myndavélunum. Nokkru síðar, árið 1979, lauk hjónabandi Ford og þáverandi eiginkonu hans, Mary Marquardt. Fisher fullyrðir að samband hennar og leikarans hafi ekkert haft með þann viðskilnað að gera.

Þess má geta að Fisher og Ford rifjuðu upp gamla takta í hlutverkum sínum sem Han Solo og Leia prinsessa í nýjustu Star Wars myndinni: The Force Awakens, sem kom út í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“