fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Hún er fallegasta kona sem Trump hefur á ævinni séð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 10. nóvember 2016 13:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, nýkjörinn Bandaríkjaforseti, er gjarn á að hlutgera konur. Breskir fjölmiðlar hafa nú rifjað upp að eiginkona leikmanns Manchester United sé fallegasta kona sem Trump hafi á ævinni séð. Mirror greinir frá þessu.

Trump, sem er sjötugur, sagði fyrir þremur árum, þegar hann hitti þáverandi forsætisráðherra Serbíu, Ivica Dacic, að landi hans, tenniskonan Ana Ivanovic, væri fallegasta kona sem hann hafi augum litið. „Hún er fallegasta konan sem ég hef á ævinni séð. Einfaldlega fallegust allra,“ lét hann hafa eftir sér. Þarna var hann í heimsókn í Serbíu í viðskiptaerindum.

Ivanovic, 29 ára, er þekkt tennisleikkona og eiginkona þýska leikmannsins Bastian Schweinsteiger, sem hefur verið úti í kuldanum hjá enska liðinu um skeið.

Dacic, sem nú er utanríkisráðherra landsins, segir um fundinn við Trump: „Í korter talaði hann bara um Ivanovic, hvað hún væri falleg kona og að hún væri einfaldlega fallegasta kona jarðar.“

Leiðir þeirra Ivanovic og Trump lágu saman árið 2014 en þau stilltu sér saman upp á mynd. Hún deildi myndinni á Twitter með orðunum: „Meeting with the boss“.

Dacic var á sínum tíma spurður hvers vegna Trump væri svona hrifinn af Serbíu. Hann svaraði því til að Ivanovic væri ástæðan. Hann væri heltekinn af fegurð hennar. Serbneskir fjölmiðlar hafa í tilefni forsetakjörs Trumps, rifjað upp ummælin.

Hér er Trump með tennisleikonunni Ana Ivanovic. Hann féll í stafi vegna fegurðar hennar.
Mynduð saman Hér er Trump með tennisleikonunni Ana Ivanovic. Hann féll í stafi vegna fegurðar hennar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Í gær

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms

Umdeildur blaðamaður er myrtur – Lestu fyrsta kafla Sleggjudóms
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“

Vikan á Instagram – „Dúóið sem þú bjóst ekki við að sjá saman“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“

Steinunn Ósk: „Ég var komin á þann stað að vera ein heima með belju og drakk þar til hún kláraðist“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt