fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Hollywood stjörnur sem ætla að flytja til Kanada þegar Trump verður forseti

Þá er komið að því að standa við stóru orðin

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 10. nóvember 2016 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur vart farið framhjá nokkrum manni í morgun að Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna. Þá eru margir hræddir við framhaldið en óhætt er að segja að Trump eigi eftir að verða einn umdeildasti Bandaríkjaforseti sögunnar.

Í aðdraganda kosninganna sögðu þekktar Hollywood stjörnur sitt álit á frambjóðendunum Hillary Clinton og Donald Trump. Flestir voru í liði með Hillary.

Nokkrar stórstjörnur tóku stuðninginn skrefinu lengra með því að lýsa því yfir að flytja til Kanada ef Trump stæði uppi sem sigurvegari. Það eru:

Bryan Cranston: Breaking Bad stjarnan segir Trump afbrigðilegt fyrirbrigði frá mannkyninu. Þá kvaðst hann jafnframt ætla að flytja til Kanada ef samlanda hans myndu kjósa Trump sem forseta. „Ég myndi pottþétt flytja. Mér finnst ólíklegt að hann verði kosinn en að sama skapi bið ég til guðs að það verði ekki.“

Chelsea Handler: Spjallþáttastjórnandinn Chelsea sagði í þættinum sínum sem er á Netflix að hún þurfi að flytja til Kanada ef Trump yrði forseti. „Ég held að mörg okkar eigi eftir að flytja til Kanada ef hann vinnur Clinton.“

Stephen King: Í viðtali við Washington Post í september sagði King að hann myndi flytja flytja frá Maine, þar sem hann er búsettur, og til Kanada þar sem Trump hræði hann meira en nokkuð annað.

Keegan-Michael Kay: Kay&Peele stjarnan sagði í samtali við slúðurmiðillinn TMZ að hann myndi klárlega flytja frá Michigan til Kanada ef Trump yrði forseti.

Lenda Dunhan: Sagði í samtali við The Hollywood Reporter að þó svo að fjölmargir hefðu hótað því að flytja til Kanada ef Trump yrði forseti yrði hún ein þeirra sem myndi standa við stóru orðin.

Neve Campbell: „Þetta er mjög ógnvekjandi. Minn stærsti ótti er að Trump sigri,“ sagði Campbell og bætti við að hún myndi ekki hika við að flytja aftur á heimaslóðirnar í Kanada.

Barbara Streisand: Í viðtali í ágúst sagði Streisand að hún hún myndi umsvifalaust flytja frá Bandaríkjunum og þá helst til Kanada ef Trump yrði forseti.

Miley Cyrus: Hún lét hafa eftir sér að það yrði algjör martröð ef Trump myndi vinna kosningarnar. Því myndi hún hiklaust flytja til Kanada.

George Lopez: Ef Trump vinnu þá þarf hann allavega ekki að óttast innflytjendur. Við förum öll aftur. Þá til dæmis til Kanada.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri

Ætlaði ekki að kynnast framtíðarmakanum á stefnumótaforriti en þökk sé vinkonu gaf hún því tækifæri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert

Varst þú að kaupa gallaða fasteign? – Þetta getur þú gert