fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Fleiri vilja styðja Kristján og Kristínu: Þyrluferð og veitingar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 6. október 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því í dag að WOW air ætli að bjóða Kristjáni Birni Tryggvasyni og eiginkonu hans, Kristínu Þórsdóttir gjafabréf sem gildir fyrir alla fjölskylduna. Kristján hefur barist við krabbamein og hefur nú hætt lyfjatöku og tekst æðrulaus á við framhaldið ásamt eiginkonu sinni. Það er margt sem fjölskylduna langar að gera en tekjur eru af skornum skammti. Kristján er öryrki og Kristín hefur séð um börnin þeirra þrjú að mestu.

Það eru margir sem vilja láta drauma þeirra rætast. Kristín greindi frá því að þau dreymdi um þyrluferð. Reykjavík Helecopters var fljótt að bregðast við. Þá hefur þeim verið boðið í kvöldverð á Gamla pósthúsið í Vogum og þá segir Friðrik Weisshappel eigandi The Laundromat Cafe:

„Elsku Kristján og Kristín. Ef þið ákveðið að koma til Köben þá langar mig að bjóða frítt fæði þann tíma sem þið eruð hér á Laundromat Cafe og dagsferð í Tívolí með passa í ÖLL tækin 🙂 Þið finnið mig á facebook.“

Þeir sem vilja styrkja Kristján og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum er bent á reikningsnúmerið: 140-15-380088, kt. 060681-3849.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Í gær

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“