fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

WOW air býður Kristjáni, Kristínu og börnum þeirra til útlanda

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 6. október 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Björn Tryggvason er ungur maður, aðeins 35 ára og hefur ákveðið að hætta meðferð við krabbameini. Hann er fjölskyldumaður, er giftur Kristínu Þórsdóttur og saman eiga þau þrjú börn, þriggja ára, áttar ára og þrettán ára. Kristján hefur barist við krabbamein frá árinu 2006. Hann hefur nú ákveðið að njóta þess tíma sem eftir er með fjölskyldunni í stað þess að ganga í gegnum erfiðar geisla – og lyfjameðferðir.

Kristín sagði sögu sína á Stöð 2 og fjallaði DV ítarlega um stöðu þeirra hjóna í dag. Eftir frétt DV ákvað WOWair að bjóða allri fjölskyldunni til einhvers áfangastaða félagsins að eigin vali.

Vilja njóta tímans

Saman eiga hjónin þrjú börn og það sem skiptir þau mestu máli núna er að eiga góðar minningar þá mánuði sem þau eiga eftir saman. Í frétt DV sagði að þó Kristján hafi nú ákveðið að hætta á lyfjum og takast æðrulaus á við það sem koma skal, segjast þau hjónin ekki vera að gefast upp. Þau séu frekar að berjast fyrir lífinu. Kristín segir ávinninginn af því að fara í meðferðir á þessu stigi sé lítill sem enginn. Kristinn er öryrki og fjárhagsstaða fjölskyldunnar bíður ekki upp á mikið svigrúm.

„Vill maður eyða lífinu sínu í að vera rosalega veikur þegar þú veist að það eru kannski mánuðir eftir eða viltu nýta það sem þú hefur núna og njóta þess að vera til þar að því kemur.“

Þá sagði Kristín ennfremur:

„Að vera ungur og greinast með krabbamein er ekki gott fyrir fjárhagslegu hliðina. Maður væri til að fara í þyrluflug og fara meira til útlanda og njóta tímans. Núna snýst þetta meira um að skapa frekar góðar minningar og reyna að vera saman og reyna að komast í gegnum þetta saman því þetta er drulluerfitt.“

Utanlandsferð að eigin vali

Eftir frétt DV í morgun þar sem Kristín greindi frá því að þeim langi að ferðast til útlanda saman en fjárhagsstaða þeirra bjóði ekki upp á mikið svigrúm ákvað WOWair að styðja við bakið á fjölskyldunni með því að bjóða þeim ókeypis ferð á einn af áfangastöðum flugfélagsins. Kristín þáði boð flugfélagsins með þökkum.

Þeir sem vilja styrkja Kristján og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum er bent á reikningsnúmerið: 140-15-380088, kt. 060681-3849.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óhugnanlega tattúmálið í Kópavogi: Ólafur skoðaði samfélagsmiðla mannsins og það kviknuðu viðvörunarbjöllur – „Mjög perralegt“

Óhugnanlega tattúmálið í Kópavogi: Ólafur skoðaði samfélagsmiðla mannsins og það kviknuðu viðvörunarbjöllur – „Mjög perralegt“
Fókus
Í gær

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“

Gervigreind spilar nýtt hlutverk í tattúbransanum – „Þetta er algjör snilld stundum, en svo finnst mér þetta líka svolítið ógnvekjandi“