fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Ingibjörg Ragnheiður um Donald Trump: „Ég upplifði hann ekki sem eitthvað „monster“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 19. október 2016 18:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Ragnheiður Egilsdóttir kynntist forsetaframbjóðandaum Donald Trump þegar hún keppti fyrir hönd Íslands í Miss Universe árið 2009 en Trump var þá eigandi keppninnar. Þetta kemur fram í Fréttatímanum.

Trump hefur í ófá skipti verið sakaður um kvenfyrirlitningu og ruddalega framkomu í garð kvenna nú í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum en í samtali við Fréttatímann segir Ingibjörg kynni sín af Trump hafa verið góð.

Keppnin var umdeild en Donald Trump var þá sakaður um að hafa hagrætt úrslitum keppninnar og valið sex af þeim fimmtán fallegustu eftir eigin smekk. Í frétt DV árið 2009 var greint frá því að Ingibjörg hefði verið meðal fimmtán efstu en ekki verið í hópi sex fallegustu.

Þar var einnig haft eftir Michael Scwandt, danshöfundi keppninnar, að Trump hafi valið þær sex fallegustu eftir eigin sannfæringu. Í frétt DV sagði: „Hann segir að þær fimmtán efstu raði sér upp eftir stafrófsröð, Trump líti yfir hópinn og láti svo aðstoðarmenn taka glósur eftir honum.“

Ingibjörg kveðst hafa spjallað við Trump nokkrum sinnum á undirbúningi keppninnar stóð og hefur ekkert nema gott um hann að segja:

„Samskipti okkar Trump voru góð. Hann var vingjarnlegur við mig og ég upplifði enga fyrirlitningu, eins og aðrir hafa lýst í fjölmiðlum. Hann var svolítill daðrari í eðli sínu en reyndist mér vel. Ég upplifði hann ekki sem eitthvað „monster.“

Í viðtali við DV árið 2009 sagði Ingibjörg:

„Þetta var algjör paradís og það var komið fram við okkur eins og prinsessur. Auðvitað langaði mig að vinna en að ná svona langt er mikið afrek komandi frá litla Íslandi svo þetta er bara gleðilegt.“

„Ég er komin með boð sem fyrirsæta úti og er að að skoða það en mig langar að fara til New York og reyna fyrir mér. Kannski fæ ég ekkert út úr því nema reynsluna en ég ætla að prófa,“ segir hún og bætir við að henni hafi boðist ýmis spennandi verkefni sem séu enn í athugun.“

Í Fréttatímanum segir Ingibjörg að Trump hafi aðstoðað hana seinna við að komast á fund hjá umboðsskrifstofu keppninnar. Þá lýsir Ingibjörg því þannig að ímynd Trump eigi sér fasta stoð í raunveruleikanum.

Viðtal Fréttatímans við Ingibjörgu má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel