fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Spennuþrungið andrúmsloft

Heimildamynd um Herbert Guðmundsson var frumsýnd í Egilshöll á föstudagskvöld

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. október 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjöldi fólks kom saman í Egilshöll á föstudagskvöld til að fagna nýrri heimildamynd um ævintýri tónlistarmannsins Herberts Guðmundssonar. Myndin ber að sjálfsögðu heitið Can‘t Walk Away sem er vísun í hans þekktasta lag.

Í helgarblaði DV ræddi Herbert meðal annars um myndina sem var fimm ár í smíðum. Árið 2011 nálguðust hann tveir kvikmyndagerðarmenn, Friðrik Grétarsson og Ómar Sverrisson. Þeir vildu gera heimildamynd um manninn sem þekkir poppbransann inn og út og segja frá lífi hans og ferli, sigrum og ósigrum. Herbert ákvað að slá til og var útkoman sýnd í Egilshöll á föstudagskvöld.

Athygli vakti að Herbert hafði ekki séð myndina er hún var forsýnd á dögunum.

„Ég veit bara að hún er sannsöguleg og heiðarleg. Þetta saman mun virka til góðs,“ sagði Herbert.

Páll Óskar Hjálmtýsson var brosmildur á föstudagskvöld.
Popparar Íslands Páll Óskar Hjálmtýsson var brosmildur á föstudagskvöld.
Fjárfestirinn Jafet Ólafsson og eiginkona hans, Hildur Hermóðsdóttir, skemmtu sér konunglega á frumsýningunni.
Jafet og frú Fjárfestirinn Jafet Ólafsson og eiginkona hans, Hildur Hermóðsdóttir, skemmtu sér konunglega á frumsýningunni.
Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, mætti á frumsýninguna. Ólafi er margt til lista lagt en á dögunum sendi hann frá sér sína fyrstu hljómplötu með frumsöndu efni.
Fyrrverandi borgarstjóri Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, mætti á frumsýninguna. Ólafi er margt til lista lagt en á dögunum sendi hann frá sér sína fyrstu hljómplötu með frumsöndu efni.
Fjölmiðlamaðurinn Hallur Hallsson var brosmildur að vanda. Athygli vakti að kappinn var með vinstri handlegginn í fatla.
Brosmildur í fatla Fjölmiðlamaðurinn Hallur Hallsson var brosmildur að vanda. Athygli vakti að kappinn var með vinstri handlegginn í fatla.
Herbert tók vel á móti hjónunum Jóni Baldvin Hannbalssyni og Bryndísi Schram.
Gaman saman Herbert tók vel á móti hjónunum Jóni Baldvin Hannbalssyni og Bryndísi Schram.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Í gær

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin

Dóttir alræmda glæpaforingjans orðin fullorðin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel

Ný söngkona Frýs – Sólveig tekur við af Daníel