fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fókus

Starfsfólk WOW air safnar gjaldeyri fyrir Kristján og Kristínu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 7. október 2016 13:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því í gær að WOW air ætli að bjóða Kristjáni Birni Tryggvasyni og eiginkonu hans, Kristínu Þórsdóttir gjafabréf sem gildir fyrir alla fjölskylduna. Nú hefur starfsfólk fyrirtækisins ákveðið að taka sig saman og safna gjaldeyri fyrir fjölskylduna. Ákvað starfsfólk fyrirtækisins að taka höndum saman eftir frétt DV um málið. Um 700 manns starfa hjá fyrirtækinu og stendur söfnunin fram á mánudag.

Kristján hefur barist við krabbamein og hefur nú hætt lyfjatöku og tekst æðrulaus á við framhaldið ásamt eiginkonu sinni. Það er margt sem fjölskylduna langar að gera en tekjur eru af skornum skammti. Kristján er öryrki og Kristín hefur séð um börnin þeirra þrjú að mestu.

Það eru margir sem vilja láta drauma þeirra rætast. Kristín greindi frá því að þau dreymdi um þyrluferð. Reykjavík Helecopters var fljótt að bregðast við. Þá hefur þeim verið boðið í kvöldverð á Gamla pósthúsið í Vogum og þá segir Friðrik Weisshappel eigandi The Laundromat Cafe:

„Elsku Kristján og Kristín. Ef þið ákveðið að koma til Köben þá langar mig að bjóða frítt fæði þann tíma sem þið eruð hér á Laundromat Cafe og dagsferð í Tívolí með passa í ÖLL tækin 🙂 Þið finnið mig á facebook.“

Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi WOW air segir söfnunina ganga vel og segir í samtali við DV:

„Starfsfólk WOW air langar að gera söfnun innan fyrirtækisins og safna fyrir gjaldeyri fyrir þau. Söfnunin mun fara fram í dag og um helgina. Söfnun fer mjög vel af stað og vilja margir létta undir með fjölskyldunni.“

Þeir sem vilja styrkja Kristján og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum er bent á reikningsnúmerið: 140-15-380088, kt. 060681-3849.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína

Harry sagður vinna að „hættulegri“ heimildarmynd um móður sína
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“

Ragnhildur: „Stórhættulegar og rándýrar afleiðingar fyrir heilsuna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar

Vikan á Instagram – Var farið að gruna að kærastinn ætlaði á skeljarnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald

Rýfur þögnina um skilnaðinn – Ásakanir um ofbeldi og framhjáhald
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 6 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“