fbpx
Þriðjudagur 27.júlí 2021
Fókus

Þunglyndir Stjörnustríðsriddarar

Emo Kylo Ren og einmana Logi Geimgengill slá í gegn á Twitter

Ritstjórn DV
Mánudaginn 18. janúar 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir félagar Kylo Ren og Luke Skywalker úr Stjörnustríðsmyndunum eru um þessar mundir að slá í gegn á Twitter. Kylo er á Twitter með notendanafnið @emokyloren og fjöldi fylgjenda hans slagar upp í milljónina. Luke er @VeryLonelyLuke á Twitter en rúmlega 300 þúsund fylgja honum. Báðir eru frekar þunglyndir, en á sama tíma drepfyndnir.

Illmennið Kylo Ren var kynnt til sögunnar í nýjustu Star Wars myndinni sem frumsýnd var fyrir jólin, en hann er leikinn af Adam Driver. Aðdáendur Girls þáttanna kannast kannski við Adam í hlutverki Adams Sackler, hins ólánlega kærasta Hönnuh Horvath (Lena Dunham).

Þegar gripið er niður í hinum stórbrotna stjörnustríðssöguþræði, hefur Kylo Ren gengið til liðs við myrkraöflin, en áður var hann Jedi, þjálfaður af sjálfum Luke Skywalker. Þess má einnig geta að foreldrar Kylos eru smyglarinn geðþekki Han Solo og Leia prinsessa. Þannig er sjálfur Svarthöfði afi piltsins. En nóg um ættfræðina.

Eins og hann birtist okkur í nýjustu Star Wars myndinni.
Logi Geimgengill Eins og hann birtist okkur í nýjustu Star Wars myndinni.

Blaðamaður DV innti einn harðasta Star Wars aðdáanda landsins, Friðrik Vader Jónsson, eftir því hvernig vondur kall Kylo Ren væri eiginlega. „Mér finnst Kylo vera frábær, hann býður uppá svo mikið þar sem hann er ekki fullmótaður og maður veit í raun lítið um framhaldið, hann lúkkar vel, er með flottan hjálm, geislasverðið hans er flottara en ég þorði að vona. Nú er hann líka komin með trademark vondukalla ör í andlitið. Í raun vitum við ekki alveg hvernig vondi kall hann er eða hversu vondur hann er í raun.“

Grjótharður aðdáandi Star Wars myndanna
Friðrik Vader Jónsson Grjótharður aðdáandi Star Wars myndanna

Friðrik, sem tók upp Vader millinafnið til heiðurs Darth nafna sínum, segir Kylo hallast að myrku hliðinni en samt sem áður virðist ljósa hliðin toga í hann. „Það gerir honum ansi erfitt fyrir. Við getum orðað það þannig að hann er í einskonar tilvistarkreppu. Hann er með stuttan þráð, enga þolinmæði og greinilega fullt af tilfinningum. Þannig karakterinn hans virðist á tímum vera einskonar „emo kid”, auk þess sem útlitið ýtir aðeins undir það líka. Einhver tók þessa hugmynd og henti í einn góðan Twitter aðgang þar sem Emo Kylo Ren fer á kostum. Very Lonely Luke frændi hans er líka einstaklega góður.“

En skyldi alvöru Star Wars aðdáandi vera ánægður með nýju myndina?

Friðrik Vader segir myndina svo sannarlega hafa staðið undir væntingum. „Ég hafði miklar vonir fyrir þessa mynd og hún olli sko engum vonbrigðum. Framhaldið er svo líka galopið og allt getur gerst, vonum bara að þau nái að halda innihaldinu jafn leyndu fyrir næstu myndir og var gert með þessa. Það eru margar aðdáendakenningar í gangi en ég vill taka öllu með fyrirvara.“

Friðrik bendir líka á að fleiri myndir séu á leiðinni, Star Wars Anthology, sem gerast á öðrum tímum annarstaðar í Star Wars heiminum og munu innihalda sögu Han Solo, Boba Fett og fleiri. „Mjög spennandi allt saman!“

Hér eru hinir skemmtilegu Twitter notendur Emo Kylo Ren og Very Lonely Luke:


!function(d,s,id){var js,fjs=d.getElementsByTagName(s)[0],p=/^http:/.test(d.location)?’http’:’https’;if(!d.getElementById(id)){js=d.createElement(s);js.id=id;js.src=p+“://platform.twitter.com/widgets.js“;fjs.parentNode.insertBefore(js,fjs);}}(document,“script“,“twitter-wjs“);


!function(d,s,id){var js,fjs=d.getElementsByTagName(s)[0],p=/^http:/.test(d.location)?’http’:’https’;if(!d.getElementById(id)){js=d.createElement(s);js.id=id;js.src=p+“://platform.twitter.com/widgets.js“;fjs.parentNode.insertBefore(js,fjs);}}(document,“script“,“twitter-wjs“);

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir

Var gjaldþrota en er nú búin að græða 169 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Saga rappsins um helgina

Saga rappsins um helgina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum

Halle Berry birtir mynd af sér á brjóstunum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“

Svona fór Jónas að því að ná fjórum drengjum úr snjallsímunum – „Þetta var að minnsta kosti stund á milli símastríða“