fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Ísland mætir Marokkó og Líbanon við Laugaveg 28

Veitingastaðurinn Sumac Grill + Drinks sækir innblástur til Mið-Austurlanda

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 29. október 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík hefur á síðustu árum skipað sér sess meðal vinsælustu borga í Evrópu þegar kemur að matarmenningu og góðum veitingastöðum.

Við höfum flest komist upp á lag með að borða framandi mat frá stöðum eins og Indlandi, Japan og Taílandi en matarmenning frá Mið-Austurlöndum hefur verið lengur að hasla sér völl meðal borgarbúa.

Í júlí varð góð breyting þar á en þá var opnaður nýr veitingastaður við Laugaveg 28. Staðurinn, sem heitir Sumac Grill + Drinks, sækir innblástur sinn til Marokkó og Líbanon en á þessum ævafornu slóðum hefur myndast einstök matargerðarhefð.

Matreiðslumeistarar Sumac leggja sig fram um að töfra fram frábæra og framandi rétti en Hafsteinn Ólafsson yfirmatreiðslumaður var kosinn Matreiðslumaður ársins fyrir skemmstu. Hann leggur mikla áherslu á að nota fersk og góð hráefni við matargerðina um leið og óhætt er að segja að töfrabrögð hans hafi slegið rækilega í gegn, því staðurinn er vanalega þéttsetinn af sælkerum.

Krassandi kokteilar

Unnendur ljúffengra drykkja eiga líka inni góða upplifun á Sumac en þar fást kryddaðir og kósí kokteilar sem rekja ættir sínar meðal annars til Suður-Afríku. Það sama gildir um vínið á staðnum en eigendurnir leggja mikla áherslu á að þar fari saman gæði og gott verð.

Umhverfi staðarins ætti að heilla unnendur góðrar hönnunar, en sá sem á heiðurinn af útliti staðarins er Hálfdán Pedersen, sem hannaði meðal annars Kex, Dill, Burro og Pablo discobar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Í gær

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“