fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Frændi minn og frændi þinn

Þeir tóku stórar ákvarðanir eftir fundi með frímúrurum og skrifuðu skattalög við eldhúsborðin heima hjá sér.

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 20. október 2017 16:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verð að viðurkenna að ég er fyrir löngu orðin óskaplega þreytt á þessu hvæsi um spillingu í litla samfélaginu okkar.

Jú, jú. Auðvitað erum við svolítið spillt, eins og allar þjóðir, en alls ekki eins mikið og sumir vilja láta í veðri vaka.

Staðreyndin er sú að á lista ranker.com yfir 180 spilltustu þjóðir heims árið 2017, er Ísland númer 170. Altso, í einu af tíu neðstu sætunum.

Þetta er eiginlega alveg eins í Eurovision nema í þesssari heiðarleikakeppni eru niðurstöðurnar frábærar en ekki skelfileg vonbrigði.

Kanada, Ástralía, Nýja Sjáland og Norðurlöndin toppa okkur reyndar og raða sér í síðustu sætin en mesta spillingin er í (ó)Sómalíu, norður Kóreu og Afganistan. Þar er allt í algjöru rugli.

Tíunda sæti. Er það ekki bara skrambi gott?! Spurning um að kaupa snakk og kók og halda partý? Það má alveg djamma út á þetta! Við erum heiðblá og tær, eins og vatnið og loftið. HÚH!

…eða svona næstum því. Spillingin hjá þessari fámennu þjóð er örugglega svolítið öðruvísi en annarsstaðar. Einu sinni stjórnuðu bara pattaralegir miðaldra vindlakarlar landinu. Karlar sem þurftu aldrei að spyrja neinn leyfis um neitt.

Þeir tóku stórar ákvarðanir eftir fundi með frímúrurum og skrifuðu skattalög við eldhúsborðin heima hjá sér. Pabbi minn og pabbi þinn.

Þetta snerist allt um það „hverra manna“ maður væri og ef þú hafðir eitthvað sparilegt eftirnafn var leiðin oftast greið.

Hvort þeir hafi mútað, svikið og falið sannleikann veit ég lítið um en mig grunar þó, að sökum smæðar þessa ættbálkasamfélags hafi hagsmunir almennings gjarna farið saman með hagsmunum þessara vindlakarla. Þeir voru jú frændur okkar flestra.

Frændi minn og frændi þinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“

Leikarinn opnar sig um slysið skelfilega – „Ég sá vinstra augað í mér með hægra auganu“
Fókus
Í gær

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni

Katy Perry brotnaði saman á sviði eftir harða gagnrýni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“

Dolly Parton birti mynd af sér án hárkollu – „Hefur þú einhvern tímann séð hana án hárkollu?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir