fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Jakob Bjarnar sendir Eiríki Rögnvalds væna pillu: „Ég held að hann sé fórnarlamb like-menningar“

Fókus
Þriðjudaginn 6. janúar 2026 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áramótaskaupið 2025 ber með sér vísbendingar um það að hið svokallaða woke sé að deyja út en viðbrögð Eiríks Rögnvaldssonar prófessors við gríni í garð menntamálaráðherra bera með sér að hann sé fórnarlamb like-menningar.

Þetta segir Jakob Bjarnar Gretarsson blaðamaður á Vísi sem er hæstánægður með skaupið í ár og lætur þá heyra það sem segja að ekki hafi mátt gera grín að ráðherranum.

Jakob mætti til leiks í sjónvarps- og kvikmyndahlaðvarpið Tveir á toppnum þar sem hann ræddi skaupið ásamt Arnari Eggerti Thoroddssen doktor og tónlistargagnrýnanda. Þeir Þórarinn Þórarinsson og Oddur Ævar Gunnarsson hafa fengið Jakob til sín í hlaðvarpið á hverju ári og fengið hann til að fella dóma um skaupið. Í fyrra sagði Jakob svo athygli vakti að skaupið hefði verið „woke-helvíti.“

Sjá einnig: Jakob hraunar yfir skaupið og segir það orðið að „woke-helvíti“

Kerfið undirlagt

Í þættinum kemur fram að þeir Jakob og Arnar séu sammála um að vera hæstánægðir með skaupið. Arnar rifjar sérstaklega upp skets þar sem gamalt fólk barmar sér yfir fortíðinni í heitum potti og segir fallegt að hafa fengið atriði sem minnir eins mikið á Spaugstofuna og raun ber vitni. Jakob segir ljóst að handritshöfundar hafi ekki hugsað um það hvað mætti segja og hvað ekki.

„Varðandi þetta hábölvaða woke sem er náttúrulega alveg ömurlegt, að þá jú vissulega mætti segja sem svo að þetta séu einhverskonar minningarorð þess. Athugum samt eitt: Að það er allt kerfið meira og minna undirlagt í þessum ósköpum. Nei, woke-ið er því miður ekki dautt. Það mun taka langan tíma að vinda ofan af þessum ósköpum sem þetta er. En hugarfarslega: Allur almenningur er náttúrulega búinn að hafna þessu.“

„Hvað mætti þá? Ekkert!“

Þá er það rifjað upp í Tveimur á toppnum að Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus sagði það ómaklegt að gera grín að málfari Guðmundar Inga Kristinssonar menntamálaráðherra líkt og gert var í skaupinu. Jakob liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn.

Sjá einnig: Segir óásættanlega fordóma hafa verið í Áramótaskaupinu – „Ósmekklegt, óviðeigandi og beinlínis ljótt“

„Ég er voðalega mikið að velta fyrir mér honum Eiríki Rögnvaldssyni sem ég bar nú mikla virðingu fyrir. Mér finnst þetta eitthvað svo tragísk örlög að vera prófessor emeritus í íslensku og ég er að velta því fyrir mér hvernig þetta megi vera en hann hefur tekið það að sér að verða einhverskonar varðhundur þess að mega hreinlega tala vitlaust, með ambögum. Það bara rís á honum hárið í hvert einasta skiptið sem einhver segir: Heyrðu, þetta er nú ekki alveg svona,“ segir Jakob og bætir við:

„Ég held hann sé fórnarlamb like-menningar. Þetta er svona gamall skarfur sem kemur svolítið seint til leiks á Facebook og hann er að fá fyrir þessa vandlætingu sína og góðmennsku, því þetta er auðvitað dyggðaskreyting…“

Er þetta woke-ið?

„Já auðvitað er þetta woke, guð minn almáttugur, það eru að hrannast inn á hann like-in frá svona miðaldra og þaðan af eldra fólki. En þarna skautar hann algjörlega framhjá því hvað grín í raun og veru er. Ef það má ekki gera grín að menntamálaráðherra og ambögunum sem hann lætur út úr sér, þá getum við auðvitað bara lagt þetta niður. Hvað mætti þá? Ekkert!“

Hér má nálgast þáttinn á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig um erfitt ár: „Árið sem ég fylltist auðmýkt“

Kristbjörg opnar sig um erfitt ár: „Árið sem ég fylltist auðmýkt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórunn Antonía gerir upp liðið ár: „Ég lærði að hlusta betur á innsæið“

Þórunn Antonía gerir upp liðið ár: „Ég lærði að hlusta betur á innsæið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

One Battle After Another, Adolescence, The Pitt og The Studio það besta á Critics´ Choice

One Battle After Another, Adolescence, The Pitt og The Studio það besta á Critics´ Choice