fbpx
Föstudagur 16.janúar 2026
Fókus

Setja vesturbæjarperlu á sölu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. janúar 2026 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Brynhildur Ólafsdóttir leiðsögumaður og Róbert Marshall, aðstoðarmaður borgarstjóra, hafa sett íbúð sína við Melhaga á sölu.

Íbúðin er 213,7 fm efri sérhæð og ris í húsi sem var byggt árið 1950 og teiknað af Erlendi Sveinssyni arkitekt.

Íbúðin er með sérinngangi og skiptist í forstofu þaðan sem hægt er að ganga niður í sameign, hol, stofu og borðstofu í opnu rými, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús.

Rishæðin skiptist í opið rými, þrjú herbergi og salerni.

Bílskúr er 30,2 fm.

Hjónin hafa endurnýjað íbúðina meðal annars eldhús og baðherbergi. Fallegir bogadregnir gluggar, stigar og veggljós einkenna neðri hæðina.

Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Rauði dregillinn á Golden Globes hittir fyrir bækurnar úr íslenska jólabókaflóðinu“

„Rauði dregillinn á Golden Globes hittir fyrir bækurnar úr íslenska jólabókaflóðinu“
Fókus
Í gær

Mr. Big segir að fyrrum mótleikkonan megi fokka sér

Mr. Big segir að fyrrum mótleikkonan megi fokka sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðbjörg og Gummi Tóta eiga von á öðru barni

Guðbjörg og Gummi Tóta eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Össi bauð Thelmu á fyrsta stefnumótið og steinsofnaði – ,,Svo var hann líka í öfugum bol og sitt hvorum sokknum”

Össi bauð Thelmu á fyrsta stefnumótið og steinsofnaði – ,,Svo var hann líka í öfugum bol og sitt hvorum sokknum”
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bandarískur ferðamaður sagðist ekki geta hætt að hugsa um þetta á Íslandi – Vakti reiði netverja

Bandarískur ferðamaður sagðist ekki geta hætt að hugsa um þetta á Íslandi – Vakti reiði netverja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Skvísuálagið búið að vera svakalegt“

Vikan á Instagram – „Skvísuálagið búið að vera svakalegt“