

Inga Tinna Sigurðardóttir, forstjóri og eigandi Dineout, hefur sett þakíbúð sína í Borgartúni á sölu. Uppsett verð er 385 milljónir króna.
Inga Tinna stofnaði Dineout ásamt fleirum árið 2017, en um er að ræða bókunarkerfi fyrir veitingastaði. Nýlega stofnaði hún einnig vefinn Sinna, sem er bókunarkerfi fyrir alls konar þjónustu sem snýr að því að sinna sjálfum sér.

Íbúðin er 201,2 fm í húsi sem byggt var árið 2019. Kóðalæst lyfta opnast beint inn í íbúðina sem skiptist í forstofu, sjónvarpsstofu, stofu og eldhús, hjónaálmu með fataherbergi og baðherbergi. Úr baðherberginu er útgangur á þakveröndina og heitan pott með nuddi.

Í íbúðinni eru einnig tvö herbergi, gestasalerni og þvottaherbergi.

170 fermetra þaksvalir ná allan hringinn í kringum íbúðina. Íbúðin er snjallheimili og er lýsingu stýrt með snjallheimiliskerfi.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.