

Hjónin Brynhildur Ólafsdóttir leiðsögumaður og Róbert Marshall, aðstoðarmaður borgarstjóra, hafa sett íbúð sína við Melhaga á sölu.
Íbúðin er 213,7 fm efri sérhæð og ris í húsi sem var byggt árið 1950 og teiknað af Erlendi Sveinssyni arkitekt.

Íbúðin er með sérinngangi og skiptist í forstofu þaðan sem hægt er að ganga niður í sameign, hol, stofu og borðstofu í opnu rými, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og þvottahús.

Rishæðin skiptist í opið rými, þrjú herbergi og salerni.

Bílskúr er 30,2 fm.
Hjónin hafa endurnýjað íbúðina meðal annars eldhús og baðherbergi. Fallegir bogadregnir gluggar, stigar og veggljós einkenna neðri hæðina.
Nánari upplýsingar um eignina má finna hér.