fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
Fókus

Í veiði með afa og afa – „Þú ert afi 1 og hann er afi 2“ – Myndband

Fókus
Laugardaginn 30. ágúst 2025 18:00

Gunnar Bender og barnabarn hans Árni Rúnar Einarsson veiða saman í Hvolsá. Mynd: Skjáskot.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjötti þáttur af Veiðin með Gunnari Bender er nú aðgengilegur í myndbandi sem sjá má hér fyrir neðan. Í þessum þætti fer Gunnar að veiða í Hvolsá í Dalasýslu ásamt 9 ára barnabarni sínu Árna Rúnari Einarssyni sem er að taka sín fyrstu skref í veiði. Með þeim í för er hinn afi Árna, Árni Jón Erlendsson, eða eins og Gunnar orðar það: „Hvað er betra en að veiða með afa sínum? það er að veiða með báðum öfum sínum.“

Árni eldri er ekki lengi að veiða fyrsta fisk dagsins en það var bleikja. Hann hjálpar síðan nafna sínum að ná sínum fyrsta fiski og rekur Árni yngri upp gleðióp:

„Já ég náði.“

 

Árni eldri og Árni yngri. Mynd: Skjáskot

Þetta er fyrsti fiskurinn sem Árni yngri veiðir á ævinni.

„Það er gaman að veiða,“ segir hann.

Árni er greinilega fljótur að læra því ekki líður á löngu þar til annnar fiskur bítur á og í þetta sinn náði hann því einn síns liðs en því miður sleppti fiskurinn beitunni.

Árni með stöngina rétt áður en annar fiskur bítur á. Mynd: Skjáskot.

Gunnar hjálpar Árna að kasta en það gengur hægt að ná í annan fisk. Hvort Árna tekst það á endanum má sjá í þættinum sem má eins og áður segir horfa á í myndbandinu hér fyrir neðan. Ljóst er hins vegar að Árni nýtur veiðiskaparins með öfum sínum eða eins og hann segir við Gunnar:

„Þú ert afi 1 og hann er afi 2.“

Veiðin

Þættirnir Veiðin með Gunnari Bender eru unnir í samstarfi við Veiðar.is sem er nýr frétta- og upplýsingavefur um sport- og laxveiðar í íslenskri náttúru. Á vefnum eru nýjustu fréttir úr veiðinni og því sem þar gerist á hverjum tíma, auk viðtala og frásagna af veiðiferðum, reynslu og upplifun einstaklinga og hópa í veiðimennsku.

Hjónin Kristbjörg og Eiríkur hafa sótt Veiðivötn í nær hálfa öld – „Þetta er eins og jólin“

Gunnar Bender ritstjóri er annálaður áhugamaður um stangveiðar í ám og vötnum sem og auðvitað hafi, og er með áratuga reynslu af sportveiði og veiðimennsku. Gunnar hefur ferðast um landið árið um kring og hitt sportveiðifólk og aðra áhugasama um veiðar og útivist.

Í þessum ferðum sínum dreifir Gunnar m.a. Sportveiðiblaðinu, einu mest lesna og virtasta tímariti um laxveiðar á Íslandi en Gunnar stofnaði til útgáfunnar fyrir 40 árum og hefur verið þar ritstjóri og útgefandi síðan.

Veiðiþætti Gunnars þekkja margir en hann hefur framleitt slíka þætti um veiðar í villtri náttúru Íslands og frá helstu laxveiðiám landsins. Nokkrir af veiðiþáttum Gunnars eru aðgengilegir á veidar.is og á YouTube rásinni Veiðar.

Hér má horfa á sjötta þáttinn af Veiðinni með Gunnari Bender.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina

Fyrrverandi birti óræð skilaboð eftir að stjörnuparið tilkynnti trúlofunina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emma Stone óþekkjanleg sköllótt

Emma Stone óþekkjanleg sköllótt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar

Spánverji gapandi hissa á íslenska endurvinnslukerfinu – Greinir frá því hvað hann fékk mikinn pening fyrir dósirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026

Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2026
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum

Rithöfundur og prófessor selja fallegt einbýlishús á þremur hæðum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“

Gengur vel hjá Svavari rúmlega fjórum mánuðum eftir hárígræðsluna – „Allt hárið að koma“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru stúlkurnar sem keppa í Ungfrú Ísland Teen

Þetta eru stúlkurnar sem keppa í Ungfrú Ísland Teen
Fókus
Fyrir 5 dögum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum

Missti yfir 20 kíló án þess að fara á þyngdartapslyf – Segir þessa æfingu vera lykilinn að árangrinum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu

Hunsaði það sem fólk segir að þú ættir alls ekki að gera í Bláa lóninu
Hide picture