fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Elton reynir að miðla málum í Beckham-deilunni

Fókus
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 17:30

Elton John með eiginmanni sínum David Furnish.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistargoðsögnin Sir Elton John hefur lagt sitt lóð á vogaskálirnar við að miðla málum í fjölskyldudeilu Brooklyn Beckham og eiginkonu hans, Nicolu Peltz, við foreldra hans, David og Victoriu Beckham. Elton, sem hefur verið vinur hjónanna í þrjá áratugi og er guðfaðir Brooklyn, bauð parinu unga í dýrindis hádegisverð á veitingastaðnum La Guerite í Suður-Frakklandi ásamt eiginmanni sínum, David Furnish.

Samkvæmt heimildum The Sun nýtti sir Elton tækifærið til að ræða stuttlega um ósættið innan fjölskyldunnar og hvatti guðson sinn til þess að reyna að sættast við foreldra sína. Heimildarmaður segir að Elton taki hlutverk sitt sem guðfaðir alvarlega og vilji einungis frið frá fjölskyldudeilunum . „Hann tekur ekki afstöðu – hann elskar Brooklyn og hefur gaman af Nicolu. Hann vill bara að allir verði sáttir.“

Nicola hefur þó áfram vakið athygli fyrir að halda góðri fjarlægð  frá fjölskyldunni. Hún og Brooklyn munu hvorki koma fram í væntanlegri Netflix heimildaþáttaröð Victoriu né hafa þau nýlega hitt systur Brooklyn, Harper, þrátt fyrir að vera í London skammt frá heimili fjölskyldunnar.

Þrátt fyrir allt virtist stemningin góð við matarboðið – Nicola glöð með Aperol Spritz í hendi og Elton sem greiddi reikninginn sem var í stærra laginu.

Hvort tónlistargoðsögnin nái að sameina fjölskylduna á ný er enn óljóst – en hann virðist leggja sig fram við að reyna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Óvæntur hæfileiki Ungfrú Síle slær í gegn – Sjáðu myndbandið

Óvæntur hæfileiki Ungfrú Síle slær í gegn – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér

Þjálfarinn Valentína: Ef þú ert ekki að ná markmiðum þínum þá eru líklegast þessir þrír hlutir að klikka hjá þér