Í myndbandi sem birt var á TikTok virðist sem bandarísku leikararnir Matthew McConaughey og Emma Roberts hafi algjörlega hunsað bresku leikkonuna Gillian Anderson á tískusýningunni Jacquemus Paris Fashion Week sem fór fram á sunnudag.
Í myndbandinu má sjá Anderson, sem þekktust er fyrir X-Files og Sex Education, brosa óþægilega og stara beint fram fyrir sig á meðan hún sat í fremstu röð á milli McConaughey og Roberts. Þau tvö síðarnefndu hölluðu sér yfir Anderson og ræddu saman eins og sjá má í myndbandinu sem franska tískuhúsið deildi á TikTok.
Roberts sást tala af krafti með höndunum á meðan McConaughey hallaði sér að henni. Hvorugt þeirra virðist bjóða Anderson að vera með í samtalinu.
@jacquemus Front row at the #Jacquemus show. #JulesKounde #LauraHarrier #MatthewMcConaughey #GillianAnderson #EmmaRoberts #Stormzy #AyaNakamura #BBtrickz #ArmandDuplantis #BenitoSkinner ♬ Mozart/Requiem „Lacrimosa“(1394506) – Mint
Netverjar létu til sín heyra í athugasemdum við myndbandið.
„Aumingja Gillian situr föst við hliðina á Emmu Roberts,“ skrifaði einn.
„Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss? Gillian kemst varla fyrir,“ sagði annar.
McConaughey var í fylgd með eiginkonu sinni, Camilu Alves, sem sat hinu megin við hann.
Það virðist sem þessi vandræðalega stund hafi þó aðeins verið skammvinn þar sem McConaughey og Alves sátu fyrir á mynd með Anderson á viðburðinum. Anderson tók einnig mynd með McConaughey og Roberts.