fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

„Ég vildi að ég hefði fengið svar fyrr“ – Þórdís Björk um lífið með ADHD

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 9. júní 2025 09:00

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir fékk ADHD-greiningu fyrir nokkrum árum og fékk í kjölfarið loksins útskýringu af hverju hún er eins og hún er. Hún segir að það hafi verið ótrúlegt að byrja á lyfjum og fann hún fyrir mikilli ró sem hún þekkti ekki áður.

Þórdís var gestur í Fókus, viðtalsþætti DV.

video
play-sharp-fill

Hvenær fékkstu greiningu?

„Ég var náttúrulega allt of gömul. Ég var um þrítugt langar mig að segja,“ segir Þórdís.

„Þegar ég fékk greininguna fór ég bara að gráta. Ég vildi að ég hefði fengið svar fyrr, ekki hvað var að mér kannski, en útskýringu á því af hverju ég er svona. Allavega að einhverju leyti. Það var bara margt. Mér gekk vel í skóla, ég hafði kannski ekki mikla eirð í mér að læra en það var auðvelt fyrir mig og ég var heppin með það.“

Nokkrum árum fyrir ADHD-greininguna var Þórdís greind með kvíða.

„Þegar ég horfi á þetta núna þá er kvíðinn bara út af ADHD í rauninni, ég tengi það saman. Ég held að það sé líka algengt, að fólk sé greint með kvíða og þunglyndi en svo er undirliggjandi eitthvað annað vandamál sem þyrfti helst að tækla,“ segir hún.

Þegar hún horfir til baka sér hún ýmislegt í eigin fari sem bendir til ADHD.

„Það voru alveg svona tendensar, ég náttúrulega hef alltaf verið út um allt og átti erfitt með að slaka á, erfitt með að ná ró. Ég man þegar ég fattaði að það eru ekki allir með þúsund hugsanir í einu og líða eins og það sé alltaf stormur í hausnum á manni,“ segir hún.

Þórdís ræðir nánar um þetta í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér í heild sinni, eða hlustaðu á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Sjá einnig: Þórdís Björk einlæg um móðurhlutverkið: „Það ætlar enginn að eiga fyrsta barnið sitt og vera einn eða upplifa sig einan“

Fylgdu Þórdísi á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Í gær

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Í gær

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Í gær

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Hide picture