fbpx
Fimmtudagur 29.maí 2025
Fókus

„Af hverju fara þær ekki bara?“ – Helena svarar spurningunni sem konur heyra of oft

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 28. maí 2025 12:29

Helena Reynis er gestur vikunnar í Fókus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarkonan Helena Reynisdóttir er gestur í nýjasta þætti af Fókus, viðtalsþætti DV.

Helena flutti heim til Íslands frá Berlín í fyrra eftir um fimm ára dvöl. Flutningurinn markaði ákveðin tímamót í lífi hennar. Þá var hún nýkomin úr fimm ára sambandi þar sem hún var beitt andlegu ofbeldi. Helena hefur alla tíð verið sjálfsörugg með sterkt bakland og datt aldrei í hug að hún gæti lent í þessum aðstæðum. En það er einmitt ástæðan fyrir því að hún ákvað að stíga fram og segja sögu sína í Fókus, viðtalsþætti DV. Hún vill vekja athygli á einkennum andlegs ofbeldis og vonandi hjálpa einhverjum í sömu stöðu.

Í spilaranum hér að neðan ræðir Helena um taugaáfallið sem hún fékk og hversu erfitt það getur verið fyrir þolendur að fara. Þáttinn í heild sinni má horfa á hér.Einnig er hægt að hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Í þættinum ræðir Helena um sambandið, ofbeldið og lífið eftir að því lauk. Lesa má nánar um það hér og hér.

„Allt sem kom náttúrulega til mín, náttúruleg viðbrögð, það var skammað mig fyrir þau. Það var í raun og veru sagt við mig að þetta væru ekki rétt viðbrögð og að ég væri ekki að vera skilningsrík, eða væri að búa eitthvað til. Það var rosa mikil gaslýsing í mjög langan tíma og það bara ruglar í manni. Maður hættir að vita hvað er raunveruleikinn,“ segir Helena.

„Ég fékk taugaáfall því ég skildi ekki hver raunveruleikinn minn var. Þegar maður er þannig þá er mjög erfitt að koma sér út úr einhverju svona líka.“

„Af hverju fara þær ekki bara?“

Helena var áfram í sambandinu eftir taugaáfallið. „Fólk er alltaf: „Af hverju fara stelpur ekki úr svona samböndum? Af hverju fara þær ekki bara? Ég myndi aldrei láta koma svona fram við mig nokkurn tímann.“ Það er málið, fólk reynir oft að fara aftur og aftur og aftur úr svona samböndum.“

Það tekur að meðaltali þolendur ofbeldis í nánu sambandi sjö til átta skipti að fara alveg.

„Manneskjan kann á alla takka, kann að segja allt til þess að kveikja í smá samkennd eða rugla í manni. Minna mann á af hverju maður er með manneskjunni, maður vill alltaf sjá það besta í fólki […] Ég vil ekki trúa að ég sé búin að eyða stórum part úr lífi mínu með manneskju sem er ekki góð, að ég hafi ekki séð það. Þannig það er of sárt til þess að samþykkja, heilinn manns er alltaf að reyna að vernda mann. Þess vegna höndlar maður oft að vera í mjög erfiðum aðstæðum.“

Helena segir að það sé ekki eins auðvelt og fólk heldur að yfirgefa ofbeldissamband.

„Ég sé það núna, ég sé allt með allt öðrum augum. Bara vó, ég ætla aldrei að segja svona aftur. Ég ætla aldrei að láta eins og manneskja sé ekki sterk af því að hún er í ofbeldissambandi eða hefur ekki komið sér úr því, eða það tók rosa langan tíma.“

Helena ræðir þetta tímabil nánar í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér eða hlusta á Spotify.

Fylgdu Helenu á Instagram og TikTok.

Andlegt ofbeldi

Á SjúkÁst.is kemur fram: Andlegt ofbeldi felur í sér hótanir, niðurlægingu, óvelkomið og yfirþyrmandi eftirlit svo sem með endalausum skilaboðum, auðmýkingu, ógnun, einangrun og/eða ofsóknum.

Andlegt ofbeldi getur birst á til dæmis eftirfarandi máta:

  • ‍Að uppnefna þig og gera lítið úr þér
  • Að öskra á þig
  • Að niðurlægja þig viljandi fyrir framan aðra
  • Að koma í veg fyrir að þú hittir eða talir við vini þína eða fjölskyldumeðlimi
  • Að segja þér í hverju þú átt að vera eða hvernig þú átt að haga þér
  • Að eyðileggja eigur þínar í bræðiskasti (henda hlutum, kýla í vegg, sparka í hurð o.s.frv.)
  • Að notast við samfélagsmiðla eða síma til að stjórna þér, ógna eða niðurlægja
  • Að nota hegðun þína sem afsökun fyrir ofbeldi eða óheilbrigðri hegðun
  • Að saka þig um framhjáhald og fyllast afbrýðisemi yfir samskiptum þínum við annað fólk
  • Að ofsækja þig
  • Að hóta að fremja sjálfsvíg til að koma í veg fyrir ákveðna hegðun, eins og til dæmis að þú slítir sambandinu
  • Að hóta að skaða þig, gæludýrið þitt eða fólk sem þér er annt um
  • Að láta þig efast um upplifanir þínar og tilfinningar þannig að þú heldur jafnvel að þú sért að ímynda þér ofbeldið sem þú verður fyrir
  • Að þrýsta á þig að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með því að láta þig fá samviskubit eða saka þig um barnaskap þegar þú vilt ekki gera eitthvað
  • Að hóta að opinbera einkamál þín, svo sem kynhneigð eða heimilisaðstæður
  • Að hóta að dreifa viðkvæmum myndum af þér á netinu
  • Að dreifa ljótum sögum um þig

Fáðu hjálp

Þolendur geta leitað sér hjálpar og alltaf er betra að segja einhverjum frá og fá hjálp. Ef þú vilt fá aðstoð getur þú haft samband við Bjarkarhlíð í Reykjavík eða Bjarmahlíð á Akureyri sem sérhæfa sig í stuðningi fyrir fullorðin sem hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi. Það skiptir engu máli hve langt er síðan ofbeldið átti sér stað. Börn og fullorðin geta alltaf talað við einhvern hjá 1717 (hjálparsíma Rauða krossins) eða haft samband við 112 gegnum síma eða netspjall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Magnúsdóttir: „Fólk sem hefur upplifað að rífa sig upp með rótum og setjast að í nýju landi mun tengja“

Sara Magnúsdóttir: „Fólk sem hefur upplifað að rífa sig upp með rótum og setjast að í nýju landi mun tengja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandarískir swingerar á kynlífssiglingu í kringum Ísland – Byrja í Reykjavík en fara svo til Húsavíkur

Bandarískir swingerar á kynlífssiglingu í kringum Ísland – Byrja í Reykjavík en fara svo til Húsavíkur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð frekja Markle henni að falli með forsíðu Vogue? – Setti fram „ómögulegar“ kröfur

Varð frekja Markle henni að falli með forsíðu Vogue? – Setti fram „ómögulegar“ kröfur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra með nýtt lag – „Fyrir gellur sem nenna ekki lengur að bíða eftir að hlutirnir lagist“

Katrín Myrra með nýtt lag – „Fyrir gellur sem nenna ekki lengur að bíða eftir að hlutirnir lagist“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einn vinsælasti ferðavefur heims fjallar um nýlega Íslandsheimsókn Justin Bieber – Draumkenndur skáli „besta ferð lífs míns“

Einn vinsælasti ferðavefur heims fjallar um nýlega Íslandsheimsókn Justin Bieber – Draumkenndur skáli „besta ferð lífs míns“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir okkur að hætta að bera okkur saman við aðra – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir okkur að hætta að bera okkur saman við aðra – Gerðu þetta í staðinn
Hide picture