fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Kornið sem fyllti mælinn hjá Garðari: Hvatti fólk til að taka smálán og yfirdrátt – Sjáðu myndbandið

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 13. apríl 2025 09:00

Garðar Eyfjörð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garðar Eyfjörð birti myndband á TikTok fyrir stuttu þar sem hann ræddi um spilafíkn og vandanum sem blasir við okkur í dag þegar áhrifavaldar, rapparar og önnur þekkt andlit eru fengin til að auglýsa fjárhættu- og veðmálafyrirtæki.

Garðar þekkir það vel að sogast inn í þennan heim, hann glímdi lengi við spilafíkn. Garðar er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Í þættinum ræðir hann um eigin reynslu og bata, en í spilaranum hér að neðan segir hann frá korninu sem fyllti mælinn sem varð til þess að hann ákvað að tala opinberlega um spilafíkn og á sama tíma opinbera eigin baráttu.

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

 

 

„Málið er, ég er búinn að vera að fylgjast með þessum auglýsingum og þessum áhrifavöldum lengi, þetta er fólk sem ég þekki. Alveg vinalegir… ég þekki þetta lið, er búinn að vera í þessum bransa lengi.“

Aðspurður hvort það sé erfitt að gagnrýna kunningjavini segir Garðar: „Já en eiginlega ekki núna. Everybody is fair game now.“

„En ég var búinn að fylgjast með þessu í tvö ár, bara hvað er í gangi hérna. Eru þeir með merch, ganga um með peysur og húfur, að gefa þetta. Stærstu rappararnir og áhrifavaldarnir. Ég skal gefa þessum ungum áhrifavöldum smá séns, því þeir eru ungir og það er ógeðslega erfitt að segja nei við peninga og frægð, I get it. En þesssir AA-menn, fullorðið fólk sem er komið yfir 25 ára, í kringum þrítugt. Þið ættuð að vita betur.“

Garðar rifjar upp kornið sem fyllti mælinn, en Garðar tók upp myndbandið sem kom öllu þessu samtali af stað fyrir tíu mánuðum. Hann var ekki tilbúinn að birta það, en síðan sá hann auglýsingu sem honum fannst fara yfir öll mörk og ákvað hann að birta myndbandið og taka slaginn.

„Lil Binni var með gjafaleik fyrir Respin fyrirtækið þar sem sími var í verðlaun. Og hann sagði: „Hver vill vinna þennan portable spilakassa.“ Portable spilakassa? Hvaða ógeð er þetta,“ segir Garðar.

„Að kalla símann portable spilakassa gerði mig brjálaðan. Ég gerði þetta myndband sem ég deildi, en ég sat á því í tíu mánuði.“

Sjá einnig: Garðar birtir skjáskot af frægum Íslendingum auglýsa hættulegan leik – „Hræsnarar. Punktur“

Hvatti fólk til að taka smálán og yfirdrátt

„Ég var ennþá að veðja þá og skammaðist mín mikið. Svo um daginn sá ég aðra auglýsingu, eða Story, hjá einhverjum Big Sexy […] ég man ekki hvaða [fjárhættuspilafyrirtæki] hann var að peppa. „Krakkar, þið þurfið að taka heimild, smálán… bara redda þessu. Við erum að prenta út peninga hérna.“ Eruð þið að hvetja fólk til að taka lán til að gambla? Þá varð ég brjálaður og deildi myndbandinu,“ segir Garðar.

Umrætt myndband má sjá hér að neðan. Áhrifavaldurinn og OnlyFans-stjarnan Ingólfur Valur Þrastarson endurbirti það í Story á Instagram og gagnrýndi „Big Sexy“, sem heitir réttu nafni Axel Birgis.

video
play-sharp-fill

„Ég var ekki bara að þessu til að out-a þetta lið, ég þurfti líka að out-a sjálfan mig. Ég hef alltaf verið mjög opinn með fortíð mína. Ég er mjög opinn og einlægur og reyni mitt besta að vera eins heiðarlegur og ég get. Þess vegna segi ég mína sögu,“ segir Garðar.

„Þetta er grafalvarlegt. Vinur minn drap sig út af þessu, ég ætlaði að drepa mig út af þessu. Ég þekki fólk sem hefur misst foreldra sína, börnin sín. Þetta er grafalvarlegt, þetta er ekkert djók.“

Horfðu á þáttinn í heild sinni hér eða hlustaðu á Spotify.

Fylgdu Garðari á Instagram og TikTok

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Í gær

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný
Hide picture