fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Latínudeildin með nýtt lag í þremur útfærslum

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 14. mars 2025 17:54

Rebekka Blöndal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komið lagið Svo til með Latínudeildinni (Latin Faculty) og Rebekku Blöndal.

Lagið er fyrsti singull eða einstak af væntanlegri breiðskífu Latínudeildarinnar sem bera mun heitið Í hangsinu og mun innihalda djass (handa þeim sem  alla jafna hlusta ekki á djass), blús, bossnóva og fönk. Útgáfa verður að líkindum síðar á árinu eða snemma 2026.

Lagið er í þremur útfærslum á þessari nýju plötu, á íslensku, með enskum  texta, So Nice, og eingöngu leikið, So Nice (Instrumental). Ingvi Þór Kormáksson samdi lagið og enska textann en íslenski textinn er eftir Rebekku.

Enska útgáfan, So Nice, sem mun koma út á safnplötu frá W.O.A. Entertainment í mars eða apríl, er þegar víða á spilunarlistum tónlistarveitna og í spilun á erlendum útvarpsstöðvum, ekki síst í Brasilíu, en þar hefur dagskrárgerðarfólk tekið laginu fagnandi.

Eftir Ingva liggja á þriðja hundrað útgefin lög á ýmsum plötum; meðal annars með JJ Soul Band, Ljóðabroti, Veitunni og Latínudeildinni, sem kallast Latin Faculty  á ensku þegar um er að ræða leiknar útgáfur og enska texta. Ingvi hefur hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar erlendis fyrir lagasmíðar.

Rebekka Blöndal er djasssöngkona og söngkennari, tilnefnd til Íslensku  tónlistarverðlaunanna í ár eins og oft áður. 

Latínudeildin í hljóðverinu Sundlaugin

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin

Vikan á Instagram – Ísgæinn klæddi sig í jakkaföt en konan í rauða kjólnum var ekki hrifin
Fókus
Í gær

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli

Flugfreyja útskýrir af hverju svar þitt við „góðan daginn“ skiptir svona miklu máli
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“

„Henni virðist ætlað að koma inn samviskubiti hjá mæðrum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé

Tækifæri til að klára jólagjafakaupin og spara stórfé
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“