fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
Fókus

Sólgos – Heillandi, krefjandi og spennandi ungmennabók, sem á erindi við fullorðna um leið

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. desember 2025 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við vorum að gera okkur tilbúnar fyrir fyrsta ballið í 10. bekk þegar rafmagnið fór.

Allt símasamband líka. Netið. Um leið hættu bílarnir að virka – og flugvélarnar. Við vorum orðin ein í heiminum. En það hlyti að lagast?

Nokkrum dögum seinna sótti pabbi byssuna.

Þegar mánuður var liðinn var fólk farið að deyja og ljóst að veturinn yrði langur.

Þá hitti ég hana.

Sólgos er spennandi og áhrifarík unglingabók um samfélag þar sem allar reglurnar hafa horfið á einu bretti og ógnin er orðin helsti gjaldmiðillinn. Mitt í upplausninni má þó finna samstöðu, samkennd og heitar tilfinningar.

Unnur aðalpersónan í Sólgos er í 10. bekk og eins og hjá hefðbundnum ungmennum þá snýst lífið um vinkonurnar, ballið sem er framundan og hversdagslífið. Unnur býr hjá föður sínum og stjúpmóður meðan móðir hennar er erlendis í vinnuferð. Þegar rafmagnið fer þá er Unni í fyrstu ekki brugðið bara vesen að komast ekki á samfélagsmiðla. Fljótlega kemur þó í ljós að eitthvað meira er að enn rafmagnsleysi. Eftir það verður framvindan hröð, en ástin nær einnig að kvikna þó heimurinn virðist kominn á heljarþröm.

Arndísi bregst ekki bogalistin hér frekar en í fyrri bókum sínum. Sólgos er heillandi, krefjandi og spennandi ungmennabók, sem á erindi við fullorðna um leið. Framvindan er hröð í áleitinni og trúverðugri hamfarasögu sem fær lesandann til að velta fyrir sér hvað hann myndi gera í þeirri stöðu sem Unnur og faðir hennar og stjúpmóðir eru í. Myndir þú gera allt til að vernda þig og þína? Hversu lengi og hversu mikið getur þú haldið í samkenndina? Hvaða gildi verða ofan á, hver þarf að varðveita og hverju ætlum við að fórna? Sólgos á erindi við öll ungmenni og foreldra þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift

Einfaldasta venjan sem hann hefur séð bjarga hjónabandi – Hættu við skilnaðinn og eru enn gift
Fókus
Í gær

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“

Kristinn segir að samfélagið sé sofandi: „Mér finnst þú ekki vera fyrirmynd þegar þú ert að ýta undir þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“

Vill sjá fyrirtæki draga til baka styrki: „Hver eru gildin í lífinu? Er allt til sölu?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands

Elvis heimsmeistari snýr aftur til Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár

Hefur ekki rifist við eiginkonuna í tíu ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga

Kötturinn og ég – Falleg og persónuleg þroskasaga