

Aldraður lögfræðingur sem starfaði hjá utanríkisþjónustunni finnst myrtur á hrottalegan hátt. Rúna og Hanna þurfa að grafa djúpt í fortíð þessa leyndardómsfulla manns til að leysa málið. Aldrei hefði þær getað órað fyrir illskunni sem þar leynist.
„Ég fæ mér sæti í skuggsælu herberginu og horfi á grannan líkamann engjast um af kvölum í dálitla stund. Svo stend ég upp og næ í rýtingana.“
Hinn látni, Daníel Perosi, er sextíu og níu ára lögfræðingur sem starfaði hjá utanríkisþjónustunni áður en hann settist í helgan stein. Hann var vel liðinn og vinmargur, gjarnan lýst sem heillandi og bráðgáfuðum manni.
Við rannsókn málsins kemur í ljós að Daníel Perosi var ekki allur þar sem hann var séður. Rannsóknarlögreglukonurnar Rúna og Hanna þurfa að grafa djúpt í fortíð þessa leyndardómsfulla manns til að finna ræturnar að voveiflegum örlögum hans. Aldrei hefði þær getað órað fyrir illskunni sem þar leynist.
Steindór Ívarsson hefur komist í röð fremstu og vinsælustu glæpasagnahöfunda Íslands með sögum sínum um rannsóknarlögreglukonuna Rúnu og félaga hennar, Hönnu. Herranótt er myrk og magnþrungin morðgáta sem gefur hinum tveimur ekkert eftir og heldur lesandanum spenntum frá upphafi til enda.

Steindór Ívarsson gefur í ár út þriðju glæpasögu sína lögreglukonuna Rúnu. Bókin Blóðmeri kom út 2023 og Völundur 2024 og báðar voru tilnefndar til glæpasagnaverðlaunanna Blóðdropans. Steindór hefur gefið út tvær bækur á ári núna síðustu þrjú ár og líkt og grímurnar á kápu Herranótt þá á hann létt með að skipta um grímu rithöfundarins. Glæpasögurnar lýsa morðum, ofbeldi og myrkari hliðum mannskepnunnar, á meðan hinar bækurnar sem falla undir Sálarseríuna eru mun mannlegri og hlýrri, þó sögupersónurnar þar eigi vissulega við sína erfiðleika að stríða. Sögupersónur eru einnig oft komnar yfir miðjan aldur og jafnvel vel það sem er ákveðinn ferskleiki í íslenskum bókaflokkum.
Herranótt fjallar um vinahóp sem kynntist í Herranótt leikfélagi Menntaskólans í Reykjavík. Allar götur síðan eða í 50 ára hafa þau haldið vináttunni og hittast á eftirlaunaaldri þrisvar í viku í Vesturbæjarlaug. Öllum hefur farnast vel í lífinu, þarna er meðal annars heimsþekkt leikkona, virtur lögfræðingur sem starfað hefur í utanríkisþjónustunni, siðfræðikennari úr Háskóla Íslands og virt textíllistakona.
Þegar eitt þeirra finnst látið á heimili sínu þar sem aðkoman er skeflileg kemur í ljós að í fortíð vinahópsins er grafið leyndarmál um vofveiglegt andlát. Einnig búa einhver þeirra yfir öðrum leyndarmálum og það kemur í hlut Rúnu og Hönnu að grafast fyrir um hver vildi myrða einn í vinahópnum. Þó bókin sé sú þriðja um þær stöllur stendur hún sjálfstætt og engin þörf á að vera búin að lesa þær fyrri til að fylgja söguþræði þessarar bókar.
Umfjöllunarefnið í Herranótt er ekkert léttmeti, það ofbeldi sem verst er, gegn börnum. Fléttan í söguþræði bókarinnar er afar slungin og sannfærandi og spennan rígheldur manni meðan Rúna og Hanna þræða sig í gegnum vísbendingar málsins. Steindór sannar með hverri bók að hann er á meðal bestu spennusagnahöfunda landsins.