fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. desember 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritstjórn DV lagðist yfir Bókatíðindi, árlegt og ómissandi tímarit Félags íslenskra bókaútgefenda, síðustu daga og valdi bestu og verstu bókarkápurnar. 

Sitt sýndist hverjum og voru fjölmargar bókarkápur nefndar. Rétt er að taka fram að hér er ekkert mat gert á bókinni sjálfri, efnistökum eða flokki, eða höfundi.

Byrjum á bestu bókarkápunum: 

Í flokki barnabóka fengu Blaka, Dýrin undir ljósadýrðinni og Þín eigin saga: Gleðileg jól allar atkvæði.

Í flokki ungmennabóka fékk Skuldadagur atkvæði.

Í flokki ljóðabóka voru Dreymt bert, Ef ég hugsa, Fimm ljóð, og Sjáðu, sjáðu mig. Það er eina leiðin til að elska mig allar nefndar til sögunnar.

 

Ritstjórn DV er greinilega ekki mikið að skoða fræðibækur, að minnsta kosti ekki bókakápurnar, en Piparmeyjar fékk tvö atkvæði.

„Á vel við umfjöllunarefnið og gerir bókina að vönduðu handverki en góð bók er ekki bera texti heldur einnig gott handverk.“

Í flokki ævisagna og endurminninga fengu Mamma og ég, Morðin í Dillonshúsi, og Óli Jó fótboltasaga allar atkvæði.

„Falleg mynd á kápu setur frásögn bókarinnar í samhengi,“  segir í umsögn um Mamma og ég.

„Maður fyllist nánast angist við að sjá þessi saklausu andlit varnarlausra einstaklinga sem hlutu svo grimmilegan dauðdaga, sem hefði án efa mátt koma í veg fyrir,“ segir um Morðin í Dillonshúsi.

Atkvæðin hrúguðust inn þegar kom að skáldsögum bæði íslenskum og þýddum: Kvöldsónatan fékk fjögur atkvæði, Franski spítalinn og Líf fengu þrjú atkvæði hvor.

„Draumkennd kápa sem fangar augnablik liðinna tíma,“   segir um Kvöldsónutuna. Og annar:

„Skemmtilega óræð. Mann langar strax að vita meira um fólkið sem rétt sést glitta í.“

„Kápan er margslungin og margt leynist á myndinni ef vel er rýnt í hana,“ segir um Líf.

Andlit, Emilía, Hobbitinn og Syndafall fengu tvö atkvæði hver.

„Kápan skapar andrúmsloft fyrir draugalegt viðfangsefni bókarinnar,“ segir um Emilíu.

„Listaverk úr smiðju Tolkien, þyrfti að vera hægt að ramma bókakápuna inn,“ segir um Hobbitann.

„Einföld en myrk kápa sem dregur mann að sér,“ segir um Syndafall.

Allar litlu lygarnar, Allt frá hatti oní skó, Barnæska, Bylur, Einleikur, Girnd, Indjáninn, Marginalia, Norðanvindurinn, Orðabönd, Sleggjudómur, Sumarið við brúna, Sögur á sveimi, og Vegur allrar veraldar fengu allar eitt atkvæði.

„Frábær kápa sem kveikir áhuga á lestri,“  segir um Allar litlu lygarnar.

„Dulúðug og allt að því lostafull kápa sem hæfir sögusviði bókarinnar,“  segir um Girnd.

„Skemmtileg útfærsla á titli bókarinnar,“ segir um Orðabönd.

„Kápan er algjört listaverk og eiginlega of falleg til að vera krimmi,“  segir um Sleggjudóm.

„Góð áminning um að gömul mynd á vegg er svo miklu meira en það. Hún getur sagt merkilega og margbrotna sögu,“  segir um Sumarið við brúna.

„Gæðir söguefnið, sem byggir á raunverulegu fólki, lífi og það verður ekki eins fjarlægt og fólk frá þessum tíma, áður en ljósmyndun var fundin upp, er oftast fyrir okkur í nútímanum,“  segir um Vegur allrar veraldar.

Og þá eru það verstu bókarkápurnar að mati DV:

Í flokki barnabóka fengu Leyndarmál Lindu, Rauði fiskurinn og Tækin smár og smá! Allar eitt atkvæði.

Í flokki ævisagna og endurminninga fékk Óli Jó fótboltasaga eitt atkvæði, jafnmörg og sem besta bókarkápan.

Í flokki skáldsagna fékk Snorkla þrjú atkvæði. Aftenging og Jól á Tenerife fengu tvö atkvæði hver.

„Alveg stórfurðuleg bókarkápa,“ segir um Snorkla.

„Hugmyndin á bak við kápuna skilar sér nokkurn veginn en útfærslan virkar full einföld eins„og að fyrsta hugmyndin hafi endað sem lokaútfærslan,“ segir einn um Aftengingu.

„Minnir helst á ískápssegul frá suðrænu landi,“ segir um Jól á Tenerife.

Afleggjarinn, Alfa, Blái pardusinn-Hljóðbók, Eftirför, Feluleikir, Galdra-Imba, Gleymd, Herbergi í öðrum heimi & Sápufuglinn, Hringur fiskimannsins, Hyldýpi, Innlyksa, Í belg og biðu, Kúnstpása, Seint og um síðir, Syndafall (fékk einnig atkvæði sem sú besta), og Tál fengu allar eitt atkvæði.

„Einlit og einföld bókarkápa, eins og stílabók fyrir menntaskóla,“  segir um Blái pardusinn-Hljóðbók.

„Hefði getað verið kápa á reifara sem kom út á 8. áratugnum,“ segir um Herbergi í öðrum heimi & Sápufuglinn.

„Þetta er söguleg skáldsaga en kápan virðist passa betur við fantasíu. Á þetta að vera einhver myndlíking? Ef það er einhver meining á bak við kápuna þá skilar hún sér ekki,“ segir um Hring fiskimannsins.

„Greinilega gerð af miklum vanefnum og virðist hafa verið lögð takmörkuð vinna í hana,“ segir um Hyldýpi.

„Lítur út eins og vegan-matreiðslubók,“segir um Í belg og biðu.

„Symmetrísk kápa en einhvern veginn svo klaufaleg,“ segir um Kúnstpásu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndband af grínistanum í annarlegu ástandi vekur óhug

Myndband af grínistanum í annarlegu ástandi vekur óhug
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Charlie Kirk

Neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Charlie Kirk