fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Fókus
Laugardaginn 13. desember 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki ofsögum sagt að Gunnar Bender er einn helsti veiðiáhugamaður þjóðarinnar. Veiðin er líf hans og yndi enda hefur hann meira og minna verið við árbakkann, með einhverjum hætti, í hálfa öld.  Hann hefur gefið út bækur um laxveiðar, skrifað fjölda greina, framleitt sjónvarpsþætti um veiðar, ritstýrt Sportveiðiblaðinu og haldið úti vefsíðu um sportveiðar. Árið 2020 gaf hann síðan út barnabókina Um langan veg og nú hefur hann fylgt verkinu eftir með sinni annarri barnabók um veiði, sem ber heitið Veiðivinir. Með honum á stöng, eða öllu heldur penna, við að landa verkinu er Guðni Björnsson.

Í samtali við DV segir Gunnar ástæðuna einfalda. Hann segir skorta efni fyrir börn til að vekja áhuga þeirra á veiði og hann og Guðni hafi gjarnan vilja bæta úr því. Ekki sé vanþörf á því á tímum þar sem börn halda sig sífellt meira innandyra við tölvuskjái.

Ein af fjölmörgum teikningum í bókinni

Þá brennur Gunnar einnig fyrir því að stuðla að endurnýjun í hópi veiðiáhugamanna hérlendis. Hann hafi áhyggjur af því að sú endurnýjun gangi og hægt og sífellt færri börn og ungmenni fái að njóta þess að sitja við bakka áa og vatna, nú eða við bryggjusporð, og bíða eftir því að fiskur bíti á.

Í bókinni Veiðivnir, sem er ríkulega myndskreytt, er fjallað um vinina Pál og Bjarna sem eru miklir áhugamenn um veiði. Í stuttu máli þá þeir að nurla sér saman peningum til þess að kaupa sér veiðistangir og verja svo sumrinu í rækta áhugamálið og gefa skjánum frí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru tilnefningarnar til Golden Globe

Þetta eru tilnefningarnar til Golden Globe
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“

Leikkonan segir ógnvekjandi hversu margir nota þyngdarstjórnunarlyf – „Vita þær hvað þær eru að setja í líkama sína?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“

Langþráð stytta af RoboCop loksins reist – „Hún lítur frábærlega út!“