fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fókus

Linda Pé er með óvenjulegt ráð hvað varðar matarvenjur

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 2. desember 2025 09:30

Linda Pétursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Pétursdóttir master lífsþjálfi ráðleggur fólki tvö ráð þegar kemur að matarvenjum: að láta lofta um matardiskinn og að nota alltaf matardisk.

Linda sem er einnig grafískur hönnuður bendir á að þar er alltaf talað um „negative space“, sem kallað er að láta lofta um efnið. Linda útskýrir þetta nánar í myndbandi á Facebook-síðu sinni og kallar þetta Pláss á disknum.

„Þegar maður er að hanna auglýsingu á blað er talað um loft í hönnuninni þannig að það er alltaf pláss á síðunni þar sem er ekki neitt. Þannig að auglýsingin fær að anda. Mig langar að benda ykkur á að gera slíkt hið sama með matardiskinn ykkar, leyfið honum aðeins að anda.“

Linda nefnir að gott er að hafa þetta í huga núna um hátíðirnar, og alltaf.

„Þú færð þér mat á diskinn og vertu viss um að hann sé með loft, það er að hann er ekki troðfullur, heldur að þú sjáir í litinn á disknum. Þú sérð alltaf í lit disksins, þannig seturðu minna magn á diskinn.

Annað gott ráð er að borða bara af disk, ekki stinga upp í þig hér og þar. Þannig er auðveldara að halda okkur frá millibitum. Ef þig langar í eitthvað þá nærðu þér í disk og setur á hann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ætlar að hjálpa fólki í jólastressinu í desember

Ætlar að hjálpa fólki í jólastressinu í desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus

4 hlutir sem er gott að hafa í huga fyrir jólahlaðborðið með vinnunni svo þú endir ekki atvinnulaus
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur var með stöðugan hausverk í fjóra daga eftir Spánarfríið – „Líkaminn er alltaf að segja okkur eitthvað“

Hildur var með stöðugan hausverk í fjóra daga eftir Spánarfríið – „Líkaminn er alltaf að segja okkur eitthvað“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“

Pattra ósátt við frétt Vísis um skilnaðinn: „Að gera það svo á þennan ósmekklega máta finnst mér fyrir neðan allar hellur!“