
„Á að skola kjúklinginn áður en hann er eldaður?“
Kokkurinn segir nei, alls ekki.
„Ekki skola kjúklinginn í vaskinum. Ekki vera þessi týpa,“ segir hann.
„Þessar bakteríur, þær deyja í ofninum. Þannig að það sem þú ert að gera, að frussast eitthvað með kjúklingaskrokkinn í vaskinum, er bara að bjóða hættunni heim. Bakteríur út um allt, fljúgandi. Drepum þær í eldun, ekki fara með kjúklinginn í vaskinn. Ekki gera það.“
@matarkompani Á að skola kjúklinginn fyrir eldun? 🤔 #spurtogsvarað #matarkompani ♬ Coffee and Quietude – Shima-san