fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

Hrauna yfir All´s Fair – Sögð vera versta sjónvarpsþáttaröðin

Fókus
Fimmtudaginn 6. nóvember 2025 12:30

Kim Kardashian og Naomi Watts í hlutverkum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að ný þáttaröð Kim Kardashian, All’s Fair, fær ekki góðar viðtökur hjá gagnrýnendum. Þáttaröðin var með 0% einkunn á Rotten Tomatoes og er kölluð „versta sjónvarpsþáttaröðin“ af gagnrýnendum.

Þáttaröðin, sem er lögfræðidrama sýnt á Hulu og leikstýrt af Ryan Murphy, skartar Teyana Taylor, Niecy Nash, Sarah Paulson, Glenn Close og fleiri í aðalhlutverkum. Þar leikur Kardashian skilnaðarlögfræðing sem stofnar lögfræðistofu ásamt stöllum sínum.

Þáttaröðin fékk 0 prósent einkunn á Rotten Tomatoes þegar hún kom út. Hún er þó búin að hala inn nokkur stig síðan og er komin með 6% í einkunn.

Þáttaröðin er auk þess gagnrýnd harkalega af nokkrum gagnrýnendum.

Kelly Lawler hjá USA Today kallaði þáttaröðina „verstu sjónvarpsþætti ársins“, en Angie Han, sjónvarpsgagnrýnandi hjá Hollywood Reporter, kallaði þáttaröðina „heiladauða“.

Han sagði einnig að frammistaða Kardashian væri „stíf og áhrifalaus án nokkurs einasta sanna tóns. … Nærvera hennar ein og sér, sem tekst að skapa athygli og ekki mikið annað, telst viðeigandi fyrir þátt sem virðist ekki gerður til áhorfs heldur til að búa til hluti sem verða umtalaðir.“

Lucy Mangan hjá Guardian skrifaði: „Ég vissi ekki að það væri ennþá hægt að gera svona slæmt sjónvarp.“

Ed Power hjá Daily Telegraph gaf þáttaröðinni eina stjörnu og gagnrýndi Murphy harðlega í umsögn sinni og kallaði hann „æðstaprest klisjukennds og bragðlauss sjónvarps.“

Þrátt fyrir gagnrýnina er þáttaröðin í fyrsta sæti á streymislistunum og aðdáendur hafa verið að lofa hana á samfélagsmiðlum.

„All’s Fair þáttaröðin er skemmtileg, kvenleg, með hátísku, hræðilegt handrit, hræðilegan leik og hvort sem þið trúið því eða ekki þá er Kim K er ekki það versta við hana. Ryan Murphy hefur gert það aftur, ég er sáttur,“ sagði einn áhorfandi.

„Þáttaröðin er frábær dramatísk þáttaröð og leikararnir eru táknmyndir. #AllsFair er fyndin, hörð og full af áhugaverðum sögum kvenna. Gagnrýnendur vilja hata hana vegna Kim en ég vona að aðdáendur og áhorfendur gefi henni tækifæri. Einnig nokkur skemmtileg gestahlutverk,“ bætti annar við.

„Það er mjög sorglegt að #AllsFair sé fórnarlamb kynjamisréttis. Þetta er þáttur sem er ekki hræddur við að vera slæmur, hann minnti mig á gamla ABC-dramaþætti. Þetta er mjög skemmtilegur þáttur að horfa á vegna þess að hann er ýktur og slæmur án þess að vekja áhyggjur, og það er frábært,“ sagði annar.

„Ég horfði á alla þrjá þættina af All’s fair og ég verð að segja að ég elska þá. Allura Grant er alveg frábær tík.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það

Konan byrjaði að halda framhjá eftir swing-partý – Svo versnaði það
Fókus
Í gær

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki

Þekktu Íslendingarnir sem eru næs – Og hinir sem eru það ekki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“

Kennir ChatGPT um að hafa fallið á lögfræðiprófinu: „Ég varð reið og ég öskraði á hana“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein