

Þetta er vinsæl spurning sem Guðmundur Óli Sigurjónsson, eigandi Matarkompaní, svarar á TikTok.
„Nei þú mátt það ekki, eða þú mátt gera það sem þú vilt. En brauð er eins og svampur, þannig að myglan fer inn eftir öllu brauðinum, þó auga sjái það ekki. Þannig ef þú sérð myglu í brauði þá er brauðið myglað, ekki bara parturinn sem þú sérð, heldur er brauðið myglað,“ segir Guðmundur.
@matarkompani Endilega skrifið í comment fleiri spurningar! #spurtogsvarað ♬ make it simple – MrE4zyChill
Undanfarið hefur Guðmundur verið að slá í gegn á TikTok og hefur kokkurinn svarað mörgum áhugaverðum spurningum, eins og á að skola sveppi fyrir eldun? Hvað með kjúkling?