

Fjórða og síðasta Bókakonfekt ársins í ár fer fram í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39, í kvöld.
Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks. Notalegt og hátíðlegt andrúmsloft, léttar veitingar í boði, bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur.
Dagskrá hefst kl. 20:00 en húsið opnar 19:00 og hægt verður að koma sér vel fyrir og jafnvel tryggja sér eintak af vel völdum bókum fyrir lestra.
Þau sem lesa í kvöld eru:
Nanna Rögnvaldardóttir – Flóttinn á norðurhjarann
Sævar Helgi Bragason – Miklihvellur
Ragna Sigurðardóttir – Útreiðartúrinn
Maó Alheimsdóttir – Hvalbak
Lilja Sigurðardóttir – Alfa
Andri Snær Magnason – Jötunsteinn
Gerður Kristný – Blóðhófnir
Þórunn Valdimarsdóttir – Stúlka með fálka
Gunnar V. Andrésson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Streymið er hér fyrir neðan og hefst rétt fyrir kl. 20.
Verið hjartanlega velkomin á síðasta Bókakonfekt ársins í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39, fimmtudagskvöldið 27. nóvember!