fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“

Fókus
Sunnudaginn 23. nóvember 2025 10:20

Gunnar Smári saknar gamla miðbæjarins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamanninum og samfélagsrýninum Gunnari Smára Egilssyni er fátt óviðkomandi og fáir eru jafnduglegir og hann að birta vangaveltur sínar á samfélagsmiðlum.

Í gærkvöldi birti hann skjáskot af upprifjun á RÚV þar sem sjá mátti fjölmiðlamanninn Egil Helgason í forgrunni en í baksýn blasti við miðbærinn, með Tollhúsið í öllu sínu veldi, áður en honum var umbylt með byggingu Hafnartorgs og annarra fasteigna.

„Mikið er þetta fallegri sýn af Arnarhóli en sú sem við sitjum uppi með í dag,“ skrifaði Gunnar Smári og mátti næstum heyra hann dæsa í gegnum skjáinn.

Óhætt er að segja að færslan hafi fengið sterk viðbrögð og sitt sýnist hverjum. Margir eru sammála fjölmiðlamanninum um að uppbygging síðustu áratuga hafi gert lítið fyrir svæðið, jafnvel hreinlega skemmt það, en aðrir áttu bágt með að skilja mat hans á fegurð.

Nostalgía fyrir bílastæðum

„Er er ekki fokið í flest skjól þegar fólk er komið með nostalgíu fyrir bílastæðum?,“ skrifaði fjölmiðlamaðurinn og ljóðskáldið Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, og uppskar ígildi fjöldalófataks.

„Ekki að mér finnist núverandi skipulag þarna til þess að hrópa húrra fyrir, en þetta er fjandinn hafi það ljótt, svo ekki sé lengra seilst,“ skrifaði annar netverji og kjarnaði eflaust hugsun margra.

„Ertu að grínast?,“ spurði Margrét Tryggvadóttir, fyrrum alþingiskona og rithöfundurinn Hallgrímur Helgason bætti við: „Mun betra nú, nostalgían má ekki breytast í innanmein.“

Gunnar Smári brást svo við og sagðist ekki syrgja malbikið. Það væri útsýnið og fjallasýnin.

„Það er ekki nostalgía að vilja sjóndeildarhring frá Arnarhóli, það er fagurfræði. Það væri fallegri (og örugglega blómlegri en þau leiðindi sem eru í húsunum sem voru byggð) byggð sem rynni þarna um hógvær og í sátt við höfnina og Kvosina. Það mætti svo leggja Geirsgötu í göngum undir byggðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir frá föðurnum sem yfirgaf hana og umboðsmanninum sem hún hræddi burt

Segir frá föðurnum sem yfirgaf hana og umboðsmanninum sem hún hræddi burt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ísbirnir – Hörkuspennandi krimmi um samtímamálefni

Ísbirnir – Hörkuspennandi krimmi um samtímamálefni