fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fókus

Faðir leitaði ráða eftir að nágranninn hringdi á lögregluna út af ærslagangi barna hans

Fókus
Sunnudaginn 16. nóvember 2025 21:30

Myndin sýnir fjölbýlishús og tengist efni fréttar ekki beint. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir leitaði ráða frá öðrum í hópnum Pabbatips á Facebook eftir að nágranni sigaði lögreglunni á hann í gær vegna hávaða í börnum hans. Faðirinn ritaði færsluna í skjóli nafnleyndar og velti því fyrir sér hvort hann eða nágranninn ættu að skammast sín eftir uppákomuna.

„Núna í morgun var hringt í lögregluna og hún bankaði upp heima hjá mér vegna hávaða í börnum.“

Faðirinn útskýrir að hann á tvö börn á leikskólaaldri og lítið sem hann geti gert til að koma í veg fyrir að þau séu stundum með læti. Hann spyr hvort hann eigi að kenna sjálfum sér um eða hvort nágranninn sé bara svona óskilningsríkur. Bendir faðirinn á að sjálfur hefði hann getað hringt í lögregluna vegna partýstands í húsinu eftir klukkan 22 á kvöldin, en gerir það ekki.

„Konan er alveg miður sín og ég bara þverneita að taka þetta inn á mig. Börn eru börn og lögreglan var mjög skilningsrík og þau voru bara vandræðaleg þegar ég bauð þeim inn að tala við okkur og börnin.“

Það stóð ekki á svörum annarra feðra sem áttu hreint ekki orð yfir þessari framkomu nágrannans. Sumir deildu eigin reynslu af nágrönnum sem virðast bara hreint ekki hafa þolinmæði fyrir börnum og þeirri staðreynd að í þeim heyrist þegar þau leika sér.

Sumir feðurnir í hópnum hafa lent í sambærilegu og minna á að fólk sem býr í fjölbýlishúsi verði að sætta sig við viss óþægindi og vissar truflanir sem óhjákvæmlega fylgja slíku.

Nokkrir benda þó á að það sé ágætt að eiga nágranna sem láta sig læti varða því þó að hér hafi ekkert misjafnt átt sér stað sé raunin ekki alltaf svo. Lögreglan skrái þetta svo sem hávaðaútkall og ef nágranninn gerist svo kræfur að hringja aftur þá viti lögreglan hvað sé í vændum.

Flestir eru sammála um að læti í börnum séu ekki tilefni fyrir lögregluútkall. Þeir sem ekki þola slíkt ættu heldur að leita sér að sérbýli.

Faðirinn sem ritaði færsluna þakkaði góð svör og sagðist nú ákveðinn í að taka atvikið ekki inn á sig.

Fyrrum formaður Húseigandafélagsins og höfundur laga um fjöleignarhús, Sigurður Helgi Guðjónsson, ritaði eitt sinn ágæta grein um fjölbýli í blíðu og stríðu. Þar sagði hann:

„Venjulegt fjölskyldubrambolt verða menn að þola. Fólk í fjölbýli er ekki eitt í heiminum og kemst aldrei hjá því að verða vart við granna sína og það brölt sem fylgir venjulegu heimilislífi. Það er einatt mjög erfitt að draga mörkin milli þess sem má og ekki má. Sumar athafnir eru leyfilegar þó þeim fylgi ónæði og óþægindi.“

Sigurður Helgi rakti að vissulega eigi fyrirferðamiklir og háværir ekki kröfu á því að sameigendur umlíði aukið ónæði og röskun, en að sama bragði eigi viðkvæmir eigendur ekki kröfu á því að sérstakt tillit sé tekið til þeirra.

„Stundum passar fólk bara ekki saman.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?

Er allt sem við vitum um Suðurskautslandið lygi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra
Fókus
Fyrir 4 dögum

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið

Líf – Fantagóð frumraun sem gefur lesandanum engin grið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“