Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld kl. 20 í bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39 Reykjavík og í beinu streymi.
Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Léttar veitingar í boði, bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur.
Dagskrá hefst kl. 20:00 en húsið opnar 19:30 og hægt verður að koma sér vel fyrir og jafnvel tryggja sér eintak af vel völdum bókum fyrir lestra.