fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fókus

Nóg að gera í svefnherberginu eftir Ozempic en hvimleið aukaverkun eyðileggur fjörið

Fókus
Fimmtudaginn 9. október 2025 10:20

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem hefur misst rúmlega 25 kíló á Ozempic lýsir raunum sínum í svefnherberginu og leitar ráða til kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun, Dear Deidre.

„Það er miklu meira að gera hjá mér í svefnherberginu og ég er að fá meiri athygli en ég hef fengið í mörg ár,“ segir konan.

„Ég hef misst 25 kíló, ég er unglegri í útliti og er miklu öruggari með sjálfa mig og fyrrverandi eiginmaður minn er meira segja byrjaður að daðra við mig aftur.“

Konan, sem er 33 ára, deilir smá forsögu. Eiginmaður hennar fór frá henni fyrir tveimur árum fyrir grennri konu. Það hafði mikil áhrif á sjálfstraustið en þau voru búin að vera gift í níu ár og eiga saman tvö börn. Eiginmaðurinn var hættur að óska eftir kynlífi og þau töluðu varla saman þegar hann byrjaði að halda framhjá með konu sem hann kynntist í ræktinni.

„Ég sór þess eið að koma mér aftur í form, ég ætlaði ekki að bregðast mér aftur,“ segir konan, sem byrjaði á þyngdartapslyfi.

„Ég var svo ánægð þegar lyfið byrjaði að virka og kílóin fuku burt. Eftir þrjá mánuði þurfti ég að kaupa mér ný föt því hin voru allt of stór á mig. Eftir sex mánuði leið mér ekki lengur eins og „feitu vinkonunni“ heldur voru karlmenn byrjaðir að reyna við mig,“ segir hún.

Hún hefur átt í stuttum ástarsamböndum við nokkra karlmenn, ekkert alvarlegt og er bara að njóta. „Ég er spennt fyrir einum karlmanni sem ég kynntist nýlega. Hann er skemmtilegur og kemur vel fram við mig.“

En þau tóku nýverið eftir aukaverkun af þyngdartapslyfinu sem virðist trufla þau bæði.

„Hann sagði að píkan mín virtist „tómleg“ og ég fór að skoða hana og tók eftir því sama. Ég vissi að lyf eins og Ozempic leiði til vöðva- og fitutaps en mér hefði aldrei dottið í hug að það myndi hafa áhrif á mig þarna niðri.

Og þegar ég hugsa meira um það þá hef ég verið þurrari og skapbarmarnir mínir virðast minni. Ég kíkti með spegli og sá það sem hann átti við.

Ég rannsakaði þetta aðeins og fann fleiri sögur frá konum sem eru að glíma við það sama og segja að kynlíf sé orðið óþægilegt eftir að hafa misst fitu þarna niðri og aðrar kvarta undan breyttu útliti.

Hvað get ég gert?“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er leiðinlegt að heyra að þú hefur verið að glíma við þetta og þú ert ekki sú eina, þetta er stundum kallað „Ozempic-píkan“ og getur verið hvimleiður fylgikvilli þyngdartapslyfja.

Talaðu við lækninn þinn um sleipiefni og önnur lyf sem gætu hjálpað með þurrkinn.

Sumar konur hafa gengist undir meðferðir hjá lýtalæknum en það getur verið mjög dýrt.“

Sjá einnig: Það sem þú vissir ekki um Ozempic-píkuna – Vandamálin ekki bara útlitsleg

Mynd/Getty Images

Nánar um „Ozempic-píkuna“

Um fátt hefur verið meira rætt en þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic síðustu misseri og hafa erlendir fjölmiðlar greint frá margskonar aukaverkunum, misalvarlegum þó. Þannig hefur verið rætt um „Ozempic fætur“,  „Ozempic tennur“ og „Ozempic andlit.“.

En sumir notendur hafa rætt um minna þekkta aukaverkun, að lyfið hafi áhrif á kynfæri. Fyrir karlmenn hefur þetta reynst jákvæð aukaverkun, en fyrir konur er þetta hvimleiður fylgikvilli og hafa sumar ákveðið að gangast undir fegrunarmeðferð til að laga vandann.

„Það eru sífellt fleiri frásagnir að heyrast um hvernig hratt þyngdartap með Ozempic geti leitt til breytinga á kynfærasvæði kvenna, meðal annars varðandi slappleika,“ sagði Amanda Bradshaw, sérfræðingur í PRP- og stofnfrumumeðferðum, í samtali við The Sun í sumar.

„Svona dramatískt þyngdartap hefur ekki bara áhrif á andlit eða líkamann, heldur ytri kynfæri og leggöngin sjálf. Fitupúðar sem veita stuðning við leggöngin geta minnkað, sem leiðir til minni teygjanleika og hugsanlega öðruvísi tilfinningar við kynlíf.“

Verkjar þegar hún situr lengi

Eins og fyrr segir er þetta minna þekkt aukaverkun og hefur verið lítið rætt um hana opinberlega. Konur ræða hana sín á milli í Facebook-hópum og á Reddit. Ein kona lýsti upplifun sinni þar.

„Ég hef misst 20 kíló og hef verið mjög heppin, ég hef enga lausa húð á maganum né handleggjum og fótleggjum,“ skrifaði hún.

En eftir heimsókn hjá kvensjúkdómalækni komst hún af því að hún var ekki alveg laus við lausa húð. Konan sagði að hún hafi fundið fyrir „verkjum á meðan ég var að hjóla eða sat lengi.“

„Kom í ljós að ég missti alla fitu í börmunum. Kvensjúkdómalæknirinn sagði mér að ég væri með lausa húð og að mér verði áfram illt á meðan ég sit/hjóla nema ég fari í aðgerð eða fái fylliefni.“

Hún segir að læknirinn hafi einnig ráðlagt henni að þjálfa grindarbotninn ef hún vildi ekki prófa fylliefni.

Konan var hissa á ráði læknisins. „Ég myndi aldrei gangast undir aðgerð á kynfærum né sprauta fylliefnum þangað. Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður fyrir að hafa mælt með þessu,“ sagði hún og bætti við að hún ætlaði að kaupa hjólastuttbuxur með púðum í staðinn.

Paige.

Kynlífið betra

Meðferðin sem um ræðir kallast „labia puffing“ sem snýst um að sprauta fylliefni í ytri barma, samkvæmt Daily Mail kostar slík meðferð um 320 til 800 þúsund krónur.

Kona að nafni Paige Osprey opnaði sig um upplifun sína af „labia puffing“ og sagði kynlífið hafa orðið mun betra í kjölfarið.

Lesa meira um það hér: Missti 19 kíló en fékk „Ozempic-píku“ – Fann lausnina og kynlífið blómstrar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim

Sonur Esterar lenti í klóm sértrúarsafnaðar – Kom mjög vannærður og blankur heim
Fókus
Í gær

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti

Metsölusýning á West End kemur til Íslands í fyrsta skipti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún var útnefnd „fallegasta stúlka veraldar“ fyrir 14 árum – Kveður nú niður sögusagnir um útlitið

Hún var útnefnd „fallegasta stúlka veraldar“ fyrir 14 árum – Kveður nú niður sögusagnir um útlitið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá

Varpar ljósi á kynlífsmyndbönd fræga fólksins sem aldrei litu dagsins ljós – Rifjar upp skrýtnasta myndbandið sem hann sá
Fókus
Fyrir 3 dögum

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“

Veit skítuga leyndarmál mágs síns: „Systir mín hefur aldrei verið jafn hamingjusöm, ætti ég að segja henni sannleikann?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný metsölubók segir vísindin styðja við tilvist æðri máttarvalda

Ný metsölubók segir vísindin styðja við tilvist æðri máttarvalda