fbpx
Miðvikudagur 18.júní 2025
Fókus

Missti 19 kíló en fékk „Ozempic-píku“ – Fann lausnina og kynlífið blómstrar

Fókus
Fimmtudaginn 5. júní 2025 09:49

Paige.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paige Osprey var að verða þrítug og hafði reynt allt. Hún var um 86 kíló og hafði farið í hjáveituaðgerð sem gekk ekki. Hún ákvað að prófa Ozempic og tókst að missa rúmlega 19 kíló á fjórum mánuðum.

Hún var ánægð með árangurinn en stóð frammi fyrir óvæntu vandamáli vegna þyngdartapsins.

Þrátt fyrir að vera komin með draumalíkamann sinn og klæðast því sem hún vildi, eins og þröngum leggings, þá var hún komin með það sem er kallað „kameltá.“

Notendur Ozempic hafa greint frá alls konar aukaverkunum sem hafa fengið nöfn eins og „Ozempic fætur“ og „Ozempic tennur“ og „Ozempic andlit.

En nú greinir The Sun frá því nýjasta: „Ozempic píkan“.

„Ég missti yfir 19 kíló á fjórum mánuðum með aðstoð þyngdartapslyfja og ég er núna með Ozempic píku. Ég er í áfalli,“ segir Paige.

Fleiri sögur

„Það eru sífellt fleiri frásagnir að heyrast um hvernig hratt þyngdartap með Ozempic geti leitt til breytinga á kynfærasvæði kvenna, meðal annars varðandi slappleika,“ segir Amanda Bradshaw, sérfræðingur í PRP- og stofnfrumumeðferðum.

„Svona dramatískt þyngdartap hefur ekki bara áhrif á andlit eða líkamann, heldur ytri kynfæri og leggöngin sjálf. Fitupúðar sem veita stuðning við leggöngin geta minnkað, sem leiðir til minni teygjanleika og hugsanlega öðruvísi tilfinningar við kynlíf.“

Fann lausnina

Paige segir að sjálfstraustið í svefnherberginu hafi verið í molum. „Mér leið óþægilega, kærastinn sagði að ég væri að vera kjáni en ég vissi að ég þurfti að finna lausn fyrir mig.“

„Ég á vinkonur sem eru með lafandi brjóst eftir brjóstagjöf eða þyngdartap og ef maður spáir í því þá er alveg skiljanlegt að það gerist að neðan líka,“ segir hún.

Paige fór í meðferð sem kallast „labia puffing“ í London og borgaði tæplega 290 þúsund krónur fyrir það.

„Starfsfólkið þar kallar þetta: Öðruvísi varafylling.“

Paige er mjög ánægð með niðurstöðurnar. „Sjálfstraustið er komið aftur og kynlífið er frábært.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“

Fyrrverandi kærastan rýfur loksins þögnina um framhjáhaldsorðróminn – „Ég var niðurbrotin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

9 ára stúlka gekk út í myrkrið og sást aldrei aftur – Hvaðan kom dularfulla bókin?

9 ára stúlka gekk út í myrkrið og sást aldrei aftur – Hvaðan kom dularfulla bókin?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla

Maríanna Pálsdóttir: Ungar stelpur að vakna klukkan 5 til að mála sig fyrir skóla
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar

Þorsteinn rifjar upp pínlegt atvik og biður Drífu afsökunar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Justin Timberlake hafður að háði og spotti: Myndbandið sem varð til þess að aðdáendur vilja að hann fari á eftirlaun

Justin Timberlake hafður að háði og spotti: Myndbandið sem varð til þess að aðdáendur vilja að hann fari á eftirlaun
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“

Bonnie Blue hætt við umdeildasta uppátæki sitt hingað til – Þetta kemur í stað „dýragarðsins“