fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Þess vegna áttu ekki að þvo gallabuxurnar þínar

Fókus
Mánudaginn 6. október 2025 06:30

Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi forstjóri Levi Strauss fyrirtækisins sem framleiðir hinar geysivinsælu Levi’s gallabuxur, segir að það eigi EKKI að þvo gallabuxur. 

Chip Bergh, sem var forstjóri Levi Strauss til frá 2011 til 2024, notar sjálfur tannbursta til að hreinsa bletti af buxunum sínum.

„Góðar gallabuxur þurfa ekki að fara í þvottavélina, nema kannski örsjaldan,“ sagði hann eitt sinn í viðtali við tímaritið Fortune.

Rökin fyrir þessu eru að þvottur í vél skemmir gallaefnið, og er að auki sóun á vatni.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessu er haldið fram. Á vefsíðu gallabuxnaframleiðandans Hiut Denim kemur fram að best sé að bíða í að minnsta kosti sex mánuði áður en gallabuxur eru þvegnar í fyrsta sinn.

Því lengur sem beðið er með þvottinn þeim mun betur munu buxurnar endast.

„Liturinn í gallaefninu verður máður þar sem efnið krumpast og gefur fallegt útlit. Ef þú þværð buxurnar of snemma þvæst liturinn í burtu jafnt yfir buxurnar, og þar með missa þær töfrana.“

Í stað þess að setja gallabuxur í þvottavél mæla nokkrir framleiðendur með því að setja þær í frysti yfir nótt til að eyða bakteríum. Einnig er hægt að leggja þær út í sólina, eða nota á þær úða sem eyðir lykt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro