

Þau voru mjög góðir vinir þegar þau voru unglingar en Frankie lokaði á vinkonu sína eftir að þau léku saman í myndinni Agent Cody Banks árið 2003. Hann segir ástæðuna vera móður Hilary.
„Hilary var örugglega einn af fyrstu vinum mínum þegar ég flutti til Los Angeles til að taka um Malcolm in the Middle,“ sagði hann í hlaðvarpinu The Joe Vulpis Podcast.
„Við urðum mjög góðir vinir og áttum mjög gott vinasamband í mörg ár,“ sagði hann.
Hann rifjaði upp þegar hann kom fram í Disney-þáttum Hilary, Lizzie McGuire.

„Ég var í búningsherbergi Hilary og mamma hennar var þar. Hún var mjög áköf (e. intense). Hilary var svo svöl, við áttum frábært samband, en mamma hennar var svo svakalega áköf. Mamma mín var alveg andstæðan við hana.“
Hann sagði frá því sem fór fram þennan dag, hvernig móðir Hilary græjaði fyrir hana hlutverk í mynd Frankie og hvað honum fannst um það. Sjá í spilaranum hér að neðan.
@basicallyhollywood #FrankieMuniz details intense and awkward story of #HilaryDuff getting cast in #AgentCodyBanks ♬ original sound – Basically Hollywood
„Ég hef nú þegar sagt of mikið,“ sagði hann en bætti við að lokum að hann hafi skemmt sér vel við tökur á myndinni en hafi þótt erfitt þegar móðir Hilary kom á tökustað.
„Ég hef ekki talað við Hilary síðan við kláruðum myndina, ég hef ekki sagt stakt orð við hana. Það er sannleikurinn,“ sagði hann.
„Ég sé eftir því að hafa slitið vinskapnum því við vorum svo góðir vinir. Og mamma hennar… hún pirraði mig.“