fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fókus

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Fókus
Miðvikudaginn 29. október 2025 14:30

Frankie Muniz og Hilary Duff voru góðir vinir. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Frankie Muniz opnar sig um ástæðuna fyrir því að hann sleit vinskap við söng- og leikkonuna Hilary Duff.

Þau voru mjög góðir vinir þegar þau voru unglingar en Frankie lokaði á vinkonu sína eftir að þau léku saman í myndinni Agent Cody Banks árið 2003. Hann segir ástæðuna vera móður Hilary.

„Hilary var örugglega einn af fyrstu vinum mínum þegar ég flutti til Los Angeles til að taka um Malcolm in the Middle,“ sagði hann í hlaðvarpinu The Joe Vulpis Podcast.

„Við urðum mjög góðir vinir og áttum mjög gott vinasamband í mörg ár,“ sagði hann.

Hann rifjaði upp þegar hann kom fram í Disney-þáttum Hilary, Lizzie McGuire.

Frankie Muniz and Hilary Duff in Agent Cody Banks
Frankie Muniz og Hilary Duff í myndinni Agent Cody Banks.

„Ég var í búningsherbergi Hilary og mamma hennar var þar. Hún var mjög áköf (e. intense). Hilary var svo svöl, við áttum frábært samband, en mamma hennar var svo svakalega áköf. Mamma mín var alveg andstæðan við hana.“

Hann sagði frá því sem fór fram þennan dag, hvernig móðir Hilary græjaði fyrir hana hlutverk í mynd Frankie og hvað honum fannst um það. Sjá í spilaranum hér að neðan.

@basicallyhollywood #FrankieMuniz details intense and awkward story of #HilaryDuff getting cast in #AgentCodyBanks ♬ original sound – Basically Hollywood

„Ég hef nú þegar sagt of mikið,“ sagði hann en bætti við að lokum að hann hafi skemmt sér vel við tökur á myndinni en hafi þótt erfitt þegar móðir Hilary kom á tökustað.

„Ég hef ekki talað við Hilary síðan við kláruðum myndina, ég hef ekki sagt stakt orð við hana. Það er sannleikurinn,“ sagði hann.

„Ég sé eftir því að hafa slitið vinskapnum því við vorum svo góðir vinir. Og mamma hennar… hún pirraði mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum

Ásdís Rán stolt af tengdasyninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu