
„Ég er að hylja tattú sem ég fékk mér á sínum tíma á lærið,“ segir hún og bætir við að þetta eigi ekki lengur við hana í dag og endurspegli ekki hennar persónu.
Hún sýnir húðflúrið í myndbandinu hér að neðan og útskýrir söguna á bak við það.
@kalladumighowser Elskaaaa að fara til @ven.ustattoo hún coveraði þetta svo vel upp og allt original design #fyp #íslenskt #tattoo #tattooartist #tattoocover ♬ Sakura-lined street – KCNX
Um er að ræða mynd af kynlífsathöfn, forleik í svefnherberginu. En Vigdísi langaði að geta farið í sund án þess að þurfa að hafa áhyggjur af flúrinu.

Vigdís fór til Gunnhildar, betur þekkt sem Venus Tattoo, á stofunni Studio Creative Iceland. Hún er virkilega ánægð með útkomuna, en Gunnhildur hefur gert á hana nokkur tattú í gegnum árin.
„Munið að hugsa ykkur vel um hvaða tattú ykkur langar í, allavega meira en í einn dag ,“ segir Vigdís að lokum.