fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fókus

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 28. október 2025 12:30

Mikil breyting hefur orðið á Sævari á síðustu þrettán árum, bæði líkamleg og andleg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstaréttalögmaðurinn Sævar Þór Jónsson sýnir svo sannarlega að það er aldrei of seint að byrja.

Sævar, sem er með MBA-gráðu, birti nýlega tvær myndir af sér á Instagram. Önnur myndin er af honum þegar hann var 34 ára og hin er ný, af honum 47 ára.

„Það er aldrei of seint að taka ábyrgð á eigin lífi og breyta því til hins betra. Þetta hefur verið vegferð en ég hef umbylt mínu lífi eins og þessar tvær myndir af mér, annars vegar 34 ára og hins vegar 47 ára, sýna,“ skrifaði hann með myndunum.

Á myndinni til vinstri er Sævar 47 ára en á þeirri hægri 34 ára. Mynd/Instagram @saevar78

Sævar segir í samtali við DV að hann stundi heilsusamlegt líferni til að halda heilsu, en heilsan var komin í óefni hjá honum. Við heyrðum í honum til að forvitnast um hvaða breytingar hann gerði, hvernig hann hreyfir sig og nærir sig og ýmislegt fleira.

„Til að byrja með verður fólk að vinna í sér andlega samhliða því að taka sig á í ræktinni. Það er ekki nóg að vinna bara í ytra byrðinu ef allt er í klessu andlega. Ég drakk mikið og borðaði óhóflega þegar ég var 34 ára og var ekkert að spá í andlegri líðan. Ég var að hreyfa mig á þessum tíma en staðan var bara þannig að ég var ekki nógu agaður í því sem ég var að gera þegar kom að vinnu í andlegri og líkamlegri heilsu,“ segir Sævar.

Sævar er duglegur í ræktinni.

„Það var svo árið 2017 sem ég lendi á vegg og fer að spyrja mig margra spurninga eins og um mína andlegu líðan og líkamlegu heilsu. Í reynd var allt komið í þrot. Ég fór að leita svara og leiða í því að ná tökum á ástandinu. Ég sá að ég þurfti að hætta að drekka og búa mér til rútínu sem fólst meðal annars í því að hreinsa til í mínu einkalífi og spyrja mig spurninga hver ég væri í reynd og hvaða markmið ég hafði fyrir mig til framtíðar litið.“

Á þessum tíma var Sævar að verða 40 ára. „Og mér fannst eins og ég hefði misst af tækifærum til að verða ég og ná bata í minni andlegu og líkamlegu heilsu. Það sem er svo frábært þegar maður áttar sig á því þá er aldrei of seint að breyta til og læra af mistökum sínum þetta snýst um að fyrirgefa sjálfum sér og búa sér til rútínu í lífinu. Vita hvað maður lifir fyrir og reynir að bæta sig á hverjum degi og læra af mistökum sínum og breyta til hins betra í þessari rútínu.“

Sævar er lögmaður.

„Þetta hefur tekið mig sjö ár að vinna í þessu þannig þetta hefur verið stöðug vinna“

En hvað gerir hann til að viðhalda heilbrigðum lífsstíl og ná áfram árangri? „Ég fer í ræktina minnst fjórum sinnum í viku. Ég borða mikið prótein, sleppi öllum sykri, áfengi, gosdrykkjum og öllum skyndibita, ég borða reglulega próteinmikla fæðu og alltaf sama rútínan. Ég fer að sofa á sama tíma og vakna snemma, hugleiði og skipulegg daginn fram undan. Þetta snýst jú allt um rútínu og svo þegar maður venur sig á þetta þá festist þetta þannig að maður hugsar ekki um að gera neitt annað þegar kemur að þessari rútínu. Þetta er þannig að þetta verður hluti af lífinu og byggir upp sjálfsvirðingu fyrir manni sjálfum að setja sér mörk. Þetta hefur tekið mig sjö ár að vinna í þessu þannig þetta hefur verið stöðug vinna.“

Það var svo Bjarni Heiðar hjá Hreyfingu sem kom mér í þjálfun og hefur verið mér mikil styrkur í þessu ferli.

Það er algeng mýta að halda að það sé nóg að mæta bara í ræktina. Sævar segir mataræðið skipta miklu máli. „Mataræðið er 70 prósent af þessu,“ segir hann og tekur dæmi um hvernig hann hagar sínu matarprógrammi neðar í greininni.

„Við lifum á tímum þar sem fyrirmyndir eru alls konar einstaklingar sem við höfum litla vitneskju um hvað í raun og veru býr að baki. Allt getur lítið vel út út á við en við vitum ekkert um innihaldið hjá þessum fólki. Fólk verður að finna sína vegferð en halda sig við hana, þetta snýst fyrst og fremst um aga og rútínu og vinna í því að vinna í sjálfum sér daglega, til dæmis spyrja hvað hefði ég mátt gera betur í dag til að læra af. Þannig það er alltaf nýr dagur eftir þennan dag þannig að maður brjóti sig ekki niður þó einhverjir dagar ganga ekki upp í rútínunni, það er alltaf hægt að gera betur næst. Það er mjög mikilvægt að halda rútínunni líkamlega og andlega sérstaklega ef maður er undir álagi.“

Sævar fer í ræktina minnst fjórum sinnum í viku.

Sævar fer yfir hefðbundinn dag í sínu lífi. „Ég persónulega byrja alla morgna á því að fá mér kaffi, skipuleggja daginn fram undan, lesa alltaf í bókum eða hlusta á podcast sem er uppbyggjandi og maður getur lært af, eyða smá tíma með fólkinu sínu áður en maður fer inn í daginn, svo er það halda sig við matar rútínuna yfir daginn. Eftir vinnu er það ræktin  og svo góð kvöldmáltíð. Eftir kvöldmáltíðina er það heiti potturinn og svo smá lestur eða horfa á léttan sjónvarpsþátt fyrir svefn. Það er svo mikilvægt sérstaklega í starfi eins og mínu að maður sé í léttmeti þegar kemur að áhorfi á sjónvarpsefni, maður er að hrærast í alls konar málum yfir daginn og maður verður að sleppa tökunum stundum og horfa á efni sem er er í reynd einfalt og saklaust eða lesa í bókum eða hlusta á podcast sem léttir manni lundina og byggir mann upp. Hver og einn verður að finna sitt tempó og það er ekkert eitt sem virkar fyrir alla nema hvað rútínuna er best.“

Sævar byrjar daginn á hafragraut. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Pexels

Mataræðið

Sævar deilir nokkrum uppskriftum sem hann borðar sjálfur reglulega.

Morgunmatur 

Hafrar 100 gr

Vatn/möndlumjólk

Whey protein duft 40 gr.

Bláber 100 gr.

Hnetusmjör 30 gr

Millimál fyrir hádegi

Whey protein duft 40 gr.

Haframjöl 40 gr.

Bananar 120 gr.

Vatn 300 ml

Möndlur 25 gr.

Hádegismatur 1 

Hrísgrjón 120 gr. (fyrir eldun)

Kjúklingabringur 200 gr. (fyrir eldun)

Ólífuolía 15 gr.

Brokkolí 150 gr.

Hádegimatur 2 

Lax 180 gr.

Kartöflur 300 gr.

Grænmeti (aspas, spínat, brokkolí) 150 gr.

Ólífuolía 10 gr.

Hádegimatur 3 

Pasta 100 gr.

Nautahakk 5% 200 gr.

Tómatsósa án sykurs 100 gr.

Grænmeti (spínat, sveppir) 100 gr.

Mynd/Instagram @saevar78

Millimál eftir hádegi 1

Lífkornabrauð 3 sneiðar

Kjúklingaálegg

Ávócado 60 gr.

Millimál eftir hádegi 2

Grískt jógúrt hreint 250 gr.

Múlí eða granóla 60 gr.

Hnetusmjör 20. gr.

Kvöldmatur 1 

Nautahakk 200 gr

Sætar kartöflur 250 gr

Grænmeti (paprika, spínat o.fl.) 150 gr.

Ólífuolía 10 gr.

Kvöldmatur 2

Hrísgjörn 120 gr. (fyrir eldun)

Kjúklingabringur 200 gr. (fyrir eldun)

Ólífuolía 15 gr.

Brokkolí 150 gr.

Kvöldmatur 3 

Lax 180 gr.

Kartöflur 300 gr.

Grænmeti (aspas, spínat, brokkolí) 150 gr.

Ólífuolía 10 gr.

Fylgdu Sævari á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu

Kærastan fór á námskeið og er nú með æði fyrir þessari kynlífsstellingu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina

Viðurkennir að hafa haldið framhjá eiginkonunni – Hún rýfur þögnina