

Ofurfyrirsætan Heidi Klum er sannkölluð drottning hrekkjavökunnar en ár hvert toppar hún sig í búningi.
Um helgina tísaði hún búninginn í ár og birti mynd af gipsafsteyu af bakhluta líkama sín, bak og rassi. Merkir hún gerviförðunarhönnuðinn Mike Marin í færsluna.
View this post on Instagram
„Þetta er bara byrjunin 👀👻💀🎃,“ skrifaði hún við mynd sem hún birti 1. Október af andliti.
View this post on Instagram
Á laugardaginn lofaði Klum, 52 ára, að eftir E.T. geimverubúninginn sinn frá síðasta ári myndi hún aftur velja fráhrindandi útlit, í anda orma- og fiskimannabúninganna frá 2022 eða Shrek og Fíónu búninganna frá 2018.
„Ég ætla að vera mjög ljót því ég reyni alltaf að gera eitthvað öðruvísi,“ sagði hún við People.
„Mér fannst ég vera mjög sæt með eiginmanni mínum í fyrra sem E.T. Og árið þar á undan vorum við stóri páfuglinn með flytjendunum. Eftir orminn[árið 202 sem virkaði svo einfalt, vildi ég búa til eitthvað flókið. Og með 15 [flytjendum sem hluta af páfuglsbúningnum], þar sem svo margir líkamar voru að skapa eitt, fannst mér það vera öðruvísi aftur. Svo ég vona að ég hafi fundið upp á einhverju nýju aftur.“
Um ofurfáfuglsbúninginn sinn sagði Klum við Page Six á þeim tíma: „Það eru margir hreyfanlegir hlutar og fólk sem þarfnast þessa og hinna. Þú veist, [hár]lakks, og það er mikil uppákoma með svo marga sem gera þetta, skilurðu?“ Í ágúst gaf Klum aftur til kynna áætlanir sínar um ljóta hrekkjavöku. „Ég er nú þegar að vinna hörðum höndum,“ sagði hún við Jimmy Fallon í „Tonight Show“. „Eins og, fyrir mörgum mánuðum síðan.“ Klum bætti við að búningurinn yrði „mjög ógnvekjandi“ og „extra ljótur“.
Hér má sjá nokkra eldri hrekkjavökubúninga Klum.
View this post on Instagram
View this post on Instagram
View this post on Instagram
View this post on Instagram