fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fókus

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 25. október 2025 11:00

Regína Ósk Óskarsdóttir. Mynd: Aðsend.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Regína Ósk Óskarsdóttir hefur nóg fyrir stafni í vetur líkt og endra nær. Nýlega færði hún sig til í degi landsmanna úr síðdegisþætti á K100 yfir í morgunþáttinn Ísland vaknar. Þar fylgir hún ásamt Jóni Axeli Ólafssyni og Ásgeiri Páli Ásgeirssyni landsmönnum á fætur og út í daginn alla virka daga frá kl. 7-9.

Regína Ósk hefur umsjón með foreldramorgnum Lindakirkju, og einnig sunnudagaskóla kirkjunnar ásamt eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Sigursveini Þór Árnasyni (Svenna Þór). Hjónin koma oft fram saman og eru vinsælir veislustjórar. Fyrr í ár gáfu þau út plötuna Hjón, sem segir 20 ára sögu þeirra, sem hófst þegar þau sáumst fyrst á Glerártorgi þar sem Regína Ósk var að syngja og kynna fyrstu sólóplötu sína. Fyrsta lag plötunnar heitir Ég sá þig og svo raðast lögin eins og saga þeirra. 

Regína Ósk undirbýr nú árlega jólatónleika sína, sem fram fara 17. desember í Lindakirkju. Þar koma Svenni Þór og dætur þeirra fram, auk Bjarna Ara og Páls Óskars.

Í frítímanum elskar Regína Ósk meðal annars að lesa og hún er lesandi DV.

Hvaða bók/bækur ertu að lesa núna? 

Ég var að klára Sé eftir þér eftir Collen Hoover, en fór beint í bókina Hittu mig í Hellisgerði eftir Ásu Marin. Hef lesið allar bækurnar hennar og varð að klára þessa áður en nýja bókin hennar kemur út í næstu viku.

Hvaða bók/bækur laukstu við síðast og hvernig fannst þér hún/þær? 

Er búin að vera mjög dugleg að lesa í sumar. Er búin að lesa Dúkkuverksmiðjan eftir Júlíu Margréti Einarsdóttu, Kúnstpása eftir Sæunni Gísladóttur, Morð og Messufall eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur, Mikilvægt Rusl eftir Halldór Armand, Eftirför eftir Önnu Rún Frímannsdóttur og fleiri og fleiri. Get mælt með þeim öllum á mismunandi forsendum.

Hefurðu nýlega gefist upp á að lesa einhverja bók eða hefurðu lesið einhverja bók nýlega sem stóðst ekki væntingar? 

Ég bæði kaupi mér bækur og er mikið á bókasafni Kópavogs, auðvitað gefst ég stundum upp á einhverjum bókum, eða næ hreinlega ekki að lesa þær.

Hvar finnst þér best að lesa og er einhver tími dags betri en annar? 

Les alltaf eitthvað áður en ég fer að sofa, en ef ég get ekki beðið með að lesa, þá les ég mikið í eldhúskróknum eða inn í stofu. Les á öllum tímum sólarhringsins…bara þegar mér hentar.

Manstu eftir hvaða bók var lesin fyrst fyrir þig sem barn og/eða sem þú last sjálf sem barn? 

Ég man sérstaklega eftir bókinni En hvað það var skrýtið sem mamma las fyrir mig og okkur systkinin. Síðan man ég sérstaklega eftir bókunum hennar Guðrúnar Helgadóttur- Sitji Guðs englar-Saman í hring-Sænginni yfir minni. Man svo mjög eftir þegar Sigurlína kennarinn minn las fyrir okkur Sálminn um blómið eftir Þórberg Þórðarson í nestistímanum í 8 ára bekk langar mig að segja. Man að mér fannst þetta mjög skemmtileg bók!

Er einhver bók/bækur sem þú getur ekki beðið eftir að lesa? 

Ég er alltaf spennt á þessum tíma árs þegar jólabækurnar fara að streyma inn. Langar að lesa þetta allt! Ragnar Jónas, Stefán Mána, Nönnu Rögnvalds, Sólveigu Péturs, Lilju Sigurðar….…..get bara ekki gert upp á milli…..

Áttu þér uppáhaldsbók/bækur sem þú jafnvel lest aftur og aftur? 

Er ekki mikið í að lesa bækur aftur og aftur, en ég stefni á að lesa Reisubók Guðríðar, Karítas án titils og Óreiða á striga aftur bráðlega. Las þær fyrir mörgum árum.

Áttu þér uppáhalds höfund/a? 

Kristín Marja Baldursdóttur, Yrsu Sigurðardóttur, Lilju Sigurðardóttur, Stefán Mána, Ólaf Jóhann, Lucinda Riley….hvers lags spurning er þetta haha.

Hvaða bók/bækur hafa haft mest áhrif á þig og hvers vegna?  

Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif, sumar eru afþreying, auðlesnar, en aðrar fylgja manni.

Hvaða bók/bækur ættu allir að lesa (bók/bækur sem þú mælir alltaf með)? 

Karítas og Óreiða á striga, Ferðabók Guðríðar og ekki má gleyma ævisögunum: Lífsjátning endurminningar Guðmundu Elíasdóttur, Ævisaga Hallbjargar Bjarna og bókaflokkinn Sjö systur eftir Lucindu Riley.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist
Fókus
Í gær

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru

Pamela Anderson rýfur þögnina – Ástarsambandið var alvöru
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ætlaði ekki að reyna við hann því hann er yngri en lét vaða

Vikan á Instagram – Ætlaði ekki að reyna við hann því hann er yngri en lét vaða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“

Karen missti bróður sinn: „Ég var stolt af honum að taka ábyrgð og fara aftur en honum var vísað út eftir þessa helgi“