fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

„Myndasögur kenndu mér að lesa“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 18. október 2025 11:00

Ævar Þór Benediktsson. Mynd: Gunnar Freyr Steinsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn og leikarinn Ævar Þór Benediktsson er lesendum góðkunnur. Nýlega kom út 39unda bók hans, Skólastjórinn,  sem hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Einnig komu út núna fyrir jólin Einn góðan veðurdag og Þín eigin saga: Piparkökuborgin og Þín eigin saga: Gleðileg jól.

Ævar Þór útskrifaðist sem leikari árið 2010 og hefur leikið á sviði og í sjónvarpsþáttum, fyrsta hlutverkið var í Dagvaktinni.

Hann hóf ferilinn sem Ævar vísindamaður með sjónvarpsþáttunum Ævar vísindamaður sem sýndir voru á RÚV. Árin 2014–2019 stóð Ævar fyrir lestrarátaki Ævars vísindamanns,  fyrir framtakið var hann tilnefndur til alþjóðlegu ALMA-verðlaunanna, minningaverðlauna um Astrid Lindgren. 

Frumraun Ævars á ritvellinum var smásagnasafnið Stórkostlegt líf herra Rósar sem kom út árið 2010. Á meðal bóka hans eru Bernskubrek Ævars vísindamanns og Þín eigin-bækurnar, í þeim seinni hefur lesandinn áhrif á sögulok með því að velja hvaða kafli er lesinn næst. Ævar Þór er einnig höfundur leikrita með sama sniði þar sem áhorfendur hafa áhrif á framrás sögunnar.

Ævar Þór hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir bækur sínar og framlag sitt til barnamenningar. Fyrsta bókin í Þín eigin-bókaflokki hans, Þín eigin þjóðsaga, hlaut Bókaverðlaun barnanna og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana. Vélmennaárásin og Þitt eigið ævintýri voru báðar tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og sú síðarnefnda einnig til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar. Risaeðlur í Reykjavík komst á blað bandarísku verðlaunanna DeBary Children’s Science Book Award sem sérhæfa sig í vísindabókum fyrir börn. 

Árið 2020 tók hann við stöðu sendiherra barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. 

Ævar Þór er lesandi DV.

Hvaða bók/bækur ertu að lesa núna?

Ég er að lesa vísindaskáldsöguna This is How We Lose the Time War eftir Amal El-Mohtar and Max Gladstone, myndasöguna Vision: The Complete Collection eftir Tom King og Bruce Springsteen-bókina Deliver Me From Nowhere eftir Warren Zanes.

Hvaða bók/bækur laukstu við síðast og hvernig fannst þér hún/þær?

Síðasta bók sem ég las var Sunrise on the Reaping eftir Suzanne Collins. Hún kom skemmtilega á óvart.

Hefurðu nýlega gefist upp á að lesa einhverja bók eða hefurðu lesið einhverja bók nýlega sem stóðst ekki væntingar?

Ég var rétt í þessu að gefast upp á The Fireman eftir Joe Hill. Var um það bil hálfnaður og búinn að gefa henni nokkra sénsa.

Hvar finnst þér best að lesa og er einhver tími dags betri en annar?

Ég get lesið nánast hvar sem er. Langar bíl- eða flugferðir eru fullkomnar fyrir lestur. Kvöldin held ég að séu best.

Manstu eftir hvaða bók var lesin fyrst fyrir þig sem barn og/eða sem þú last sjálfur sem barn?

Ég man ekki nákvæmlega hvaða bók var fyrst lesin fyrir mig en einhverra hluta vegna koma Geiturnar þrjár upp í hugann. Seinna varð ég mikill Tinna-maður, í bland við Ástrík, Lukku-Láka og Andrés önd. Myndasögur kenndu mér að lesa.

Er einhver bók/bækur sem þú getur ekki beðið eftir að lesa?

Ég er mjög spenntur að lesa Sólgos eftir Arndísi Þórarinsdóttur sem er að koma á næstu dögum. Þá var Tim Curry að gefa út ævisöguna sína sem getur ekki verið annað en frábær. Og svo er ný bók eftir Michael J Fox að koma út, Future Boy, sem fjallar um gerð Back to the Future-myndanna.

Áttu þér uppáhaldsbók/bækur sem þú jafnvel lest aftur og aftur?

Ég hef lesið bæði IT og The Stand eftir Stephen King nokkrum sinnum. Þá er Born Standing Up eftir Steve Martin frábær.

Áttu þér uppáhalds höfund/a?

Stephen King, Kurt Vonnegut og Lemony Snicket.

Hvaða bók/bækur hafa haft mest áhrif á þig og hvers vegna?

Margar bækur eftir þessa þrjá herramenn hafa haft mikil áhrif á mig og það má í raun segja að þeir hafi kennt mér að skrifa: Vonnegut kenndi mér að það er tónlist á bak við textann. King kenndi mér að búa til alvöru persónur. Og Snicket kenndi mér að það má leika sér með orð. Og endurtekningar. Og endurtekningar.

Hvaða bók/bækur ættu allir að lesa (bók/bækur sem þú mælir alltaf með)?

Ég mæli alltaf eftir Bókaþjófinum eftir Markus Zusak og Kollhnísi eftir Arndísi Þórarinsdóttur, bestu íslensku barnabókinni í áraraðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“

Afmælisdagur Maríu byrjaði með óvæntum hætti – „Þetta sumar hefur kennt mér að jafnvel í storminum getum við börnin dafnað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kim Kardashian setur á markað g-streng með gerviskaphárum – Sjáðu myndirnar

Kim Kardashian setur á markað g-streng með gerviskaphárum – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ben Stiller segir að þetta hafi verið versta ákvörðun sem hann tók sem foreldri

Ben Stiller segir að þetta hafi verið versta ákvörðun sem hann tók sem foreldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði