fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Fókus

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi

Fókus
Föstudaginn 17. október 2025 14:30

Leikarinn glímir við MND. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Eric Dane, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í læknaþáttunum Grey‘s Anatomy, greindist með taugahrörnunarsjúkdóminn ALS fyrr á þessu ári.

Sjúkdómurinn virðist vera farinn að hafa talsverð áhrif á líf leikarans og sást hann til dæmis í hjólastól á flugvellinum í Toronto á dögunum.

Dane hefur talað opinskátt um sjúkdómsgreininguna og lýsti hann því í viðtali við Diane Sawyer í Good Morning America í sumar að fyrstu einkenni sjúkdómsins hafi komið fram sem vægt máttleysi í hægri hönd.

„Ég hélt að ég hefði verið búinn að senda of mörg skilaboð eða nota símann minn of mikið. En nokkrum vikum síðar tók ég eftir að þetta hafði versnað,“ sagði leikarinn.

ALS, sem er algengasta tegundin af MND, einkennist af minnkandi styrk vöðva og rýrnun þeirra.

Samkvæmt heimildum Page Six hefur leikarinn tileinkað sér jákvætt hugarfar í veikindunum og er hann sagður sannfærður um að láta veikindin ekki draga úr lífsgleðinni.

„Hann vill njóta þess sem hann hefur núna, því hann veit í hjarta sínu að morgundagurinn er engum tryggður,“ sagði ónafngreindur vinur leikarans. „Hann vill ekki að fólk syrgi hann eða vorkenni honum, hann vill einfaldlega umkringja sig fólki sem er til staðar, lifa í núinu og finna fyrir jákvæðni,“ bætti vinurinn við.

Sjúkdómurinn ágerist með tímanum en á vef MND-félagsins kemur fram að ferlið sé mismunandi á milli einstaklinga. Milli 15 og 20% MND/ALS sjúklinga eru enn á lífi 10 árum eftir að þeir urðu fyrst varir við einkennin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum

OnlyFans-stjarna giftist YouTube-áhrifavaldi og það endaði með ósköpum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu

Hrædd um að kærastinn hætti með henni þegar hann kemst að leyndarmálinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Fjögur ár af ást“

„Fjögur ár af ást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára

Dánarorsök bassaleikara Limp Bizkit – Dó aðeins 48 ára
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest