fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Er fyrirboðum um áform hulduafla plantað í dægurmenningu áður en þau raungerast?

Fókus
Föstudaginn 17. október 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gefst enginn tími lengur í að láta sér leiðast. Við erum með sjónvarpið, spjaldtölurnar, símana, leikjatölvurnar, kvikmyndahús og hvaðeina. Það eru hreinlega ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum til að láta sér leiðast. Skjárinn er tímaþjófur og margir eru þrælar hans og hvort sem þeir eru það viljugir eða óviljugir verður ekki um það deilt að athygli okkar er á skjánum. Þar af leiðandi er kannski ekki skrítið að þeir sem vilja athygli okkar beini spjótum sínum að skjánum og þannig að okkur. Það gæti í rauninni ekki verið einfaldara að ná til fjöldans og ná honum á þitt band, aðgengið hefur aldrei verið betra. Við forritum skjáin en getur verið að skjárinn sé líka að forrita okkur?

Það er til samsæriskenning sem ekki margir hafa kannski heyrt um en kemur líklega fáum algjörlega á óvart. Þetta er kenning um svokallaða forvirka forritun (e. predictive programming) en samkvæmt henni er dægurmenning notuð til að heilaþvo okkur áður en atburðir eiga sér stað í raunveruleikanum? Félagarnir í Álhattinum taka þessa athyglisverðu kenningu til skoðunar í nýjasta þætti sínum.

Við gefum þeim orðið:

„Í þessum nýjasta þætti af Álhattinum ræða Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór áhugavert fyrirbæri sem kallað hefur verið forvirk forritun (e.predictive programming), þar sem dægurmenning virðist spegla eða jafnvel undirbúa almenning fyrir atburði áður en þeir raungerast. Sagan er þannig ekki einungis skrásett og skjalfest af sagnfræðingum heldur einnig skrifuð og skipulögð af handritshöfundum, leikstjórum og fréttastofum sem móta sameiginlega sýn almennings á heiminn í gegnum undirmeðvitundina. Þeir félagar fara yfir dæmi sem hafa vakið upp stórar spurningar og mikla undran. Þá kannski sér í lagi meðal Álhatta.

Í The Lone Gunman birtist t.d. árás á World Trade Center mánuðum fyrir 11. september, þar sem markmiðum yfirvalda um nauðsyn þess að að finna nýja ógn eða óvin eftir endalok kalda stríðsins er lýst í smáatriðum. Í BBC Panorama: London Under Attack var dregin upp sviðsmynd samhæfðra sprenginga í neðanjarðarlestum Lundúna, sem endurspeglaði atburðina 7. júlí 2005 af ótrúlegri nákvæmni. Áður en sprengingarnar áttu sér stað. Í kvikmyndinni Contagion birtist svo farsótt sem virðist óhugnanlega keimlík COVID-19. Eru þetta aðeins ótrúlega óheppilegar tilviljanir, einhvers konar sammannlegt innra innsæi eða markviss sáðsetning hugmyndafræðilegra fræja í hugum fólks?

Er kannski hægt að venja heilar þjóðir við ógnir og eftirlit með því að sýna ógnirnar nógu oft í skáldskap? Munum við frekar samþykkja aukið eftirlit og skert frelsi og réttindi ef við höfum séð það í dægurmenningu okkar? Normaliserar dægurmenningin kúgun og eftirlit svo yfirvöld þurfi ekki að eyða orku í það? Hversu stórt hlutverk leikur dægurmenningin í að móta afstöðu okkar og skoðanir?

Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór kanna mörkin milli lista og valds og velta því fyrir sér hver sé munurinn milli þess að segja sögur og að stjórna frásögninni. Þeir skoða hvort dægurmenningin sé aðeins spegill samtímans eða verkfæri til að móta framtíðina. Erum við að lesa of mikið í tilviljanir eða er um kerfisbundið mynstur að ræða, sem mögulega er ætlað til þess að forrita okkur? Kannski er forvirk forritun ekki spádómur, heldur hluti af leikriti þar sem við öll leikum hlutverk án þess að vita af því eða hafa veitt samþykki fyrir því. Þetta og svo margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum þar sem þeir félagar Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór velta því fyrir sér hvort að fyrirboðum um áform hulduaflanna sé plantað í dægurmenningu okkar áður en atburðir raungerast (e. predictive programming).“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 2 dögum

KÍTÓN tónleikar í Iðnó

KÍTÓN tónleikar í Iðnó
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel