fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. október 2025 20:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 23. október kl. 17.00 mun Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistargagnrýnandi, blaða- og fræðimaður, kynna nýútkomna bók sína Icelandic Pop: Then, Today, Tomorrow, Next Week. Kynningin fer fram í Tónlistarmiðstöð, Austurstræti 5.

Bókin kemur út á vegum breska forlagsins Reaktion Books og bandaríska háskólaforlagsins The University of Chicago Press og í henni rekur Arnar sögu íslenskrar dægurtónlistar frá 1950 – 2020 í máli og myndum.


Arnar mun kynna bókina stuttlega, lesa agnarögn upp úr henni og svo verður hægt að skrafa og skeggræða í góðum hópi tónlistarunnenda.

Ekki er hægt að kaupa bókina beint frá býli, en hún fæst í öllum helstu bókabúðum og vefverslunum á viðráðanlegu verði. Að sögn Arnars var markmiðið að skrifa lipurlegan, fræðandi texta, fyrir upplýstan almenning.

„Ritstjórarnir báðu mig vinsamlegast um að setja upp blaðamannahattinn fremur en fræðimannadúskinn,“ segir hann kíminn. „Ég vissi samt að félagsfræðamenntun mín myndi alltaf spila inn í frásögnina og að sjálfsögðu leitast ég við að útskýra eðli og eigindir íslenskrar dægurtónlistarmenningar eins og frekast er unnt.“

Facebookviðburður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 2 dögum

KÍTÓN tónleikar í Iðnó

KÍTÓN tónleikar í Iðnó
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands

Spyr hvort ferðamenn taki börnin sín ekki með til Íslands
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel

Vikan á Instagram – Í sjokki hvað rassabuxurnar virka vel