fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Fókus
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason bæði elskar og hatar veðrið sem hefur verið undanfarna daga. Hann elskar snjóinn, finnst fallegt þegar allt er svona hvítt, en hann hatar umferðina og fer hörðum orðum um aksturshæfileika landsmanna. Hann segir að aðeins lítill hluti þjóðarinnar kunni að keyra í svona veðri og það sýni sig á dögum eins og þessum.

„Það er fallegt veðrið. Ég elska þegar það er allt svona á kafi í snjó. Ömurlegt þegar það er slabb og smá snjór, en ef það er allt gjörsamlega að drukkna í snjó þá er það fallegt. Það birtir upp skammdegið og svona,“ segir Frosti í nýjasta þætti af Harmageddon.

„En reyndar, það er alveg ljóst að 95 prósent Íslendinga eiga ekki að vera úti að keyra þegar þetta ástand varir. Það er eins og þeir hafi ekki fengið neina þjálfun í því að keyra í snjó og umferðin verður þess vegna mjög, mjög þung.“

Ingimar Elíasson, tæknimaður í Harmageddon, varpar fram þeirri kenningu að allir þeir sem vilja Borgarlínuna séu í hóp þessara 95 prósenta.

„Hundrað prósent, þeir eru allir þar,“ segir Frosti og bætir við kíminn:

„Það kemur líka alltaf í ljós einhvern veginn, þegar ég er í þessu umferðarástandi, þá sannast alltaf fyrir mér að það eru allir aðrir en ég fávitar í þessari veröld.“

Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en til að horfa á hann allan smelltu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar

Dóttir Claudiu Schiffer tvífari móður sinnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát