fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Fókus

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Fókus
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason bæði elskar og hatar veðrið sem hefur verið undanfarna daga. Hann elskar snjóinn, finnst fallegt þegar allt er svona hvítt, en hann hatar umferðina og fer hörðum orðum um aksturshæfileika landsmanna. Hann segir að aðeins lítill hluti þjóðarinnar kunni að keyra í svona veðri og það sýni sig á dögum eins og þessum.

„Það er fallegt veðrið. Ég elska þegar það er allt svona á kafi í snjó. Ömurlegt þegar það er slabb og smá snjór, en ef það er allt gjörsamlega að drukkna í snjó þá er það fallegt. Það birtir upp skammdegið og svona,“ segir Frosti í nýjasta þætti af Harmageddon.

„En reyndar, það er alveg ljóst að 95 prósent Íslendinga eiga ekki að vera úti að keyra þegar þetta ástand varir. Það er eins og þeir hafi ekki fengið neina þjálfun í því að keyra í snjó og umferðin verður þess vegna mjög, mjög þung.“

Ingimar Elíasson, tæknimaður í Harmageddon, varpar fram þeirri kenningu að allir þeir sem vilja Borgarlínuna séu í hóp þessara 95 prósenta.

„Hundrað prósent, þeir eru allir þar,“ segir Frosti og bætir við kíminn:

„Það kemur líka alltaf í ljós einhvern veginn, þegar ég er í þessu umferðarástandi, þá sannast alltaf fyrir mér að það eru allir aðrir en ég fávitar í þessari veröld.“

Brot úr þættinum má horfa á hér að neðan en til að horfa á hann allan smelltu hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins

Demi Moore neglir útlitið sem kona ársins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral

Gímaldin frumflytur verk í Hannesarholti – gímaldin Goes Orchestral
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025

Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?

Heimsins besti dagur í helvíti – Hvað gerir ofurkona þegar lífið breytist með kómísku slysi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt

Lítt þekkt ættartengsl: Gugga í gúmmíbát náskyld Þorsteini frá Hamri og Matta Matt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“

Elli Egils opnar sig um fjölskyldulífið: „Við höfum svo ættleitt tvær stelpur af þessum átta börnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku

Vikan á Instagram – Glæsilegar gellur á Bridgerton-viðburði og hitað upp fyrir hrekkjavöku