fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

„Mín versta hugsun var að deyja frá drengjunum mínum“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. janúar 2025 14:30

Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir Mynd: Kraftur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir var 36 ára, gift, í mastersnámi og tveggja barna móðir gengin 30 vikur á leið með þriðja soninn þegar hún greindist með bráðahvítblæði AML.

„Þau einkenni sem ég fann fyrir voru í raun eitthvað sem ég gat klínt bara á óléttuna. Maðurinn minn lamaðist af ótta og foreldrar mínir líka. Ég veit ekki hvort að mamma vilji að ég segi það en hún spurði lækninn hvort ég myndi missa hárið. Læknirinn sagði: „Já hún mun missa hárið“, og mamma tók andköf eins og það væru verstu fréttirnar.

Mín versta hugsun var að deyja frá drengjunum mínum og í rauninni kom það aldrei til greina í mínum huga. Á tímabili vitum við ekkert hvort að litli drengurinn okkar hafi það af.“

Meðgangan gekk vel en Ragnhildur var undrandi á hversu þreytt hún var á þessari meðgöngu samanborið við fyrri tvær. Ragnhildur var greind á fimmtudegi og var líf hennar og ófædda drengsins hennar í húfi. Lyfjameðferð hófst strax tveimur dögum eftir greiningu og var fjölskyldan og aðrir aðstandendur í miklu áfalli. Að auki kom í ljós hjartabilun sem gerði það að verkum að það yrði ekki öruggt fyrir hana að fara inn í fæðingu.

„Þegar ég segi frá því að ég sé komin af stað þá er mér trillað inn á skurðstofu á gjörgæsludeild og þar sest ég upp og fæði kraftaverkadrenginn minn sem kemur heilbrigður í heiminn eftir 33 vikur, Hann kemur með höndina svona út eins og Super-man og er algert kraftaverk.“


Ragnhildur er ein þeirra sem segir sögu sína í árlegu fjáröflunar- og vitundarátaki Krafts. Markmið átaksins er að vekja athygli á mikilvægi starfsemi Krafts og veita fólki innsýn inn í þær áskoranir sem fylgja því að greinast ungur með krabbamein eða vera aðstandandi, en um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju hér á landi.

Kraftur bauð Ragnhildi strax stuðning. „Ég man ég hugsaði, vá það er eitthvað samfélag þarna úti og það er eitthvað sem kannski grípur mig. Mér þótti svo vænt um þetta og mér fannst ég svo séð.“

Óttast að greinast aftur með krabbamein

Ragnhildur fór í fjögurra skipta lyfjameðferð sem tók tæpa fimm mánuði eftir fæðingu.

„Skugginn birtist fyrst sem hræðslan við að deyja frá strákunum mínum. En alltaf var þessi vissa einhvers staðar innst inni að ég myndi sigra þetta, þessa lotu, þessa meðferð sem ég fór í.

En eftir að ég náði bata og fékk að heyra að ég væri krabbameinslaus þá er stöðugur ótti um að endurgreinast og það er skuggi sem liggur þungt á mér. Staðan er góð þrátt fyrir allt, ég er krabbameinslaus og stefni á að vera það um ókomna framtíð.

Þessi setning „Lífið er núna“ hefur einhvern veginn alltaf fylgt mér í gegnum lífið. En þegar maður hefur gengið í gegnum svona áfall þá finnur maður alveg inn að beini hversu sönn þessi setning er. Hversu áhrifamikil hún er.“

Sjá einnig: „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“

Gunnar Smári saknar fegurðar gamla miðbæjarins – „Ertu að grínast?“
Fókus
Í gær

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár

Allt annað að sjá söngvarann – 90 kílóum léttari og rakaði skeggið í fyrsta skiptið í tíu ár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar

Tjáir sig um orðróminn um að O.J. Simpson sé faðir hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið

Segist vera heimilislaus eftir hneykslið