fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fókus

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Fókus
Mánudaginn 20. janúar 2025 14:21

Samsett mynd/Getty Images/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar manneskju grunar að maki hennar sé að fara á bak við hana, tala við annan einstakling eða jafnvel halda framhjá, er stundum gripið til þeirra ráða að fara í gegnum síma viðkomandi. Þá eru helstu samskiptaforritin skoðuð, eins og Facebook, Instagram, Snapchat og svo framvegis, einnig smáskilaboðahólfið og yfirlit yfir símtöl.

Margir myndu láta þá við kyrrt liggja, en samkvæmt einkaspæjaranum Cassie, stjórnanda Venus Investigation, er fólk farið að nota aðra leið til að fela samskipti sín við leynilega elskhugann.

Allir iPhone símar, iPad spjaldtölvur og MacBook fartölvur koma með forritinu Notes. Mjög einfalt – og að því sem fólk hélt; saklaust – forrit sem gerir notendum kleift að skrifa niður hluti til minnis eða bara hvað sem er.

The Notes app hack cheaters love. Picture: Supplied/VenusInvestigations

Að sögn Cassie er forritið nú vinsælt meðal þeirra sem halda framhjá en fólk getur notað Notes til að spjalla saman. Hvernig?

„Þegar þú byrjar nýtt blað (e. note) þá geturðu smellt á „more“ takkann og valið „share note,““ sagði Cassie við news.com.au.

„Þá er hægt að bæta upplýsingum einhvers við og þá fær viðkomandi boð, og um leið og hann samþykkir það þá hafa báðir aðilar aðgang að „blaðinu“ í símunum sínum og geta breytt því, skrifað skilaboð til hvors annars og strokað út.“

Það er einnig hægt að setja lykilorð á „blaðið“. Ekki nóg með það þá getur fólk sett myndbönd og myndir þar inn.

Cassie segir að líklega hafi þessi fítus upphaflega verið mjög saklaus, til dæmis fyrir pör að deila innkaupalista og þess háttar. „En fólk finnur alltaf leið til að nýta tæknina í eitthvað svona,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla

Fundu gleðina aftur á Íslandi eftir röð dauðsfalla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig